Hoppa yfir valmynd
SkrifstofustörfHöfuðborgarsvæðiðHáskóli Íslands

Leiðtogar í leikskólastarfi. Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Leiðtogar í leikskólastarfi. Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Menntavísindasvið auglýsir eftir leiðtogum af vettvangi til að starfa með okkur í Háskóla Íslands. Laus eru til umsóknar allt að þrjú störf verkefnisstjóra á sviði leikskólakennaramenntunar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands til tveggja ára. Starfshlutfall er 25%. Starfið hentar leikskólakennurum eða leikskólastjórnendum sem hafa viðamikla reynslu af vettvangi og skólaþróun og sem hafa brennandi áhuga á að þróun leikskólakennaranáms og starfs. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi sé starfandi í leikskóla eða innan annarra menntastofnana. 

Í starfinu felst fyrst og fremst kennsla í námskeiðum en einnig samskipti við starfsvettvang, þátttaka í þróun leikskólakennaramenntunar og önnur verkefni sem viðkomandi eru falin af deildarforseta. Menntun leikskólakennara fer fram í Deild kennslu- og menntunarfræði. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Kennsla á grunn- og meistarastigi í leikskólafræði.
  • Að taka þátt í að þróa kennsluhætti á Menntavísindasviði.
  • Að efla samstarf milli háskólakennara og fagfólks á vettvangi um þróun og nýsköpun í leikskólastarfi.

Hæfniskröfur

  • Meistarapróf á sviði leikskólafræði, menntunarfræði leikskóla eða jafngild menntun.
  • Leyfisbréf kennara.
  • Haldbær reynsla af kennslu sem kennari úr leikskóla. Reynsla af kennslu á yngsta stigi grunnskóla kemur einnig til greina.
  • Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.

Horft verður til þess að umsækjendur falli sem best að aðstæðum og þörfum sviðsins í heild.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn yfirlit um námsferil sinn og störf, greinargóða lýsingu á kennslureynslu, þátttöku í skólaþróun. Upplýsingar um umsagnaraðila og staðfest afrit af prófskírteinum. 

Ráðið verður í starfið frá 1. júlí eða samkvæmt nánara samkomulagi. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2. 

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands. 

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands. Háskólinn veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla. Háskóli Íslands býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám á öllum helstu fræðasviðum. 

Á Menntavísindasviði fer fram rannsóknartengt starfsnám fyrir kennara á leik-, grunn- og framhalds- og háskólastigi, uppeldis- og menntunarfræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga, tómstunda- og félagsmálafræðinga, og þroskaþjálfa. Lögð er áhersla á rannsóknir og þróunarstarf sem unnið er í samstarfi við starfsvettvang. 

Starfshlutfall er 25%

Umsóknarfrestur er til og með 14.05.2021

Nánari upplýsingar veitir

Lára Rún Sigurvinsdóttir - [email protected] - 525 5905
Kristín Jónsdóttir - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira