Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið

Sérfræðingur á skrifstofu sjávarútvegsmála

Sérfræðingur á skrifstofu sjávarútvegsmála

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir stöðu sérfræðings á skrifstofu sjávarútvegsmála.

Hjá ráðuneytinu starfar samhentur hópur um 70 starfsmanna sem koma úr ýmsum áttum og búa yfir mikilli sérfræðiþekkingu. Við viljum vera í fararbroddi í nýsköpun, nýtingu á tækni og þekkingu og erum leiðandi í einföldun regluverks.

Hlutverk skrifstofu sjávarútvegsmála er að skapa sjávarútvegi skilvirkt og ábyrgt starfsumhverfi. Á skrifstofunni er auk stjórnsýsluverkefna unnið að greiningum og stefnumótun á sviði sjávarútvegsmála. Verkefnin varða stjórn fiskveiða, starfsskilyrði sjávarútvegsins og rannsóknir og eftirlit með verndun og nýtingu lifandi auðlinda hafsins. Þá vinnur skrifstofan að gerð og framkvæmd fiskveiðisamninga við aðrar þjóðir. Í starfseminni er áhersla lögð á verkefnamiðað skipulag í teymisvinnu. Sérfræðingurinn heyrir undir skrifstofustjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þátttaka í stefnumótun á sviði fiskveiðistjórnunar og veiðieftirlits.
 • Ráðgjöf um fiskveiðistjórn.
 • Vinna við gerð skýrslna og svara við fyrirspurnum frá Alþingi, hagaðilum og öðrum.
 • Ýmis samskipti vegna fiskveiða og regluverks þeim tengdum.
 • Undirbúningur og umsjón með útgáfu reglugerða.
 • Þátttaka í erlendu samstarfi vegna fiskveiðisamninga.
 • Þátttaka í nefndum og starfshópum.

Hæfniskröfur

Við leitum að einstaklingi með haldbæra reynslu og þekkingu á sviði sjávarútvegsmála, svo sem reynslu af skipstjórn, útgerðastjórn, hafrannsóknum eða annarri þekkingu eða reynslu sem nýtist í starfinu. Viðkomandi þarf að hafa jákvætt viðmót, búa yfir ríkri samskiptahæfni og getu til að leiðbeina og miðla þekkingu. Jafnframt er gerð krafa um frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

 • Þekking og áhugi á sjávarútvegi er skilyrði
 • Starfsreynsla tengd sjávarútvegi er kostur
 • Háskólamenntun er kostur
 • Góð almenn tölvufærni er skilyrði
 • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Reynsla af alþjóðlegu samstarfi er kostur
 • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf á íslensku þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfnisskilyrði.

Athygli er vakin á því, að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 17.05.2021

Nánari upplýsingar veitir

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira