Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðiðLandspítali

Sérfræðilæknir innan geðþjónustu

Sérfræðilæknir innan geðþjónustu

Laus eru til umsóknar störf sérfræðinga í geðlækningum innan geðþjónustu Landspítala. Leitað er eftir sérfræðilæknum með framúrskarandi samskiptahæfni sem og faglegan metnað og áhuga á að vinna með einstaklinga með geðvanda. Um er að ræða fjölbreytt störf á einingum geðþjónustu þar sem starfsemi er í mikilli þróun og áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu. 

Hægt er að sækja um á eftirfarandi einingum innan geðþjónustu Landspítala: 

Meðferðareining fíknisjúkdóma 
Í meðferðareiningu fíknisjúkdóma er rekin sérhæfð þjónusta fyrir einstaklinga þar sem geðraskanir og fíknisjúkdómar fara saman (tvígreiningar). Verið er að þróa nýtt tvígreiningarteymi byggt á FACT (Flexible Assertive Community Treatment) módeli. Móttökugeðdeild fíknisjúkdóma og dagmeðferð á Teigi tilheyra einingunni.

Meðferðareining lyndisraskana
Meðferðareining lyndisraskana sinnir sérhæfðri meðferð fyrir einstaklinga sem glíma við þunglyndi, kvíða og geðhvörf. Unnið er í sérhæfðum, þverfaglegum teymum. Einnig er rekin öflug dagdeild og legudeild. 

Meðferðareining geðrofssjúkdóma
Á einingunni er verið að þróa tvö ný samfélagsteymi fyrir einstaklinga með langvinna geðrofssjúkdóma. Teymin eru byggð á FACT- módelinu. Laugarásinn meðferðargeðdeild fyrir ungt fólk með fyrsta geðrof og sérhæfð endurhæfingardeild tilheyra þessari einingu. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Greining vanda og gerð meðferðaráætlana
  • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
  • Þátttaka í fjölbreyttu fræðslustarfi og kennslu læknanema
  • Handleiðsla deildarlækna
  • Þátttaka í bakvöktum sérfræðinga á geðsviði

Hæfniskröfur

  • Íslenskt sérfræðileyfi í geðlækningum
  • Faglegur metnaður og áhugi á að vinna með einstaklinga með bráðan geðvanda
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Framúrskarandi samskiptahæfni 
  • Stundvísi og áreiðanleiki

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í gildandi kjarasamningi lækna og ríkisins. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Nánari upplýsingar veita:
Meðferðareining fíknisjúkdóma - Kjartan J. Kjartansson, yfirlæknir - kjartanj@landspitali.is
Meðferðareining lyndisraskana - Birna Guðrún Þórðardóttir, yfirlæknir -  [email protected] 
Meðferðareining geðrofssjúkdóma - Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir - [email protected]

 Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um: 
» Fyrri störf, menntun og hæfni
» Félagsstörf og umsagnaraðila 

 Nauðsynleg fylgiskjöl: 
» Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum. 
» Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum.
» Yfirlit yfir birtar ritrýndar vísindagreinar sem umsækjandi er höfundur að. Umsækjandi skal annaðhvort setja upp Google Scholar aðgang og senda vefslóð að síðunni eða senda staðfestingu á birtum greinum á PubMed.
» Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið, taka skal fram á hvaða einingu sótt er um. 
» Afrit af umsókn um læknisstöðu hjá Embætti Landlæknis skal fylgja með umsókn. Umsækjandi sækir skjalið hér og vistar, fyllir það út og sendir með umsókn. 

Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. 

Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sérfræðilæknir 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.06.2021

Nánari upplýsingar veitir

Halldóra Jónsdóttir - [email protected]

Ath. fylla skal einnig út umsókn um læknisstöðu hér hjá Embætti landlæknis

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira