Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið

Störf hagfræðinga hjá Samkeppniseftirlitinu

Störf hagfræðinga hjá Samkeppniseftirlitinu

Samkeppniseftirlitið auglýsir eftir tveimur öflugum hagfræðingum sem hafa brennandi áhuga á samkeppnismálum. Viðkomandi munu í störfum sínum vinna náið með aðalhagfræðingi og sérfræðingum stofnunarinnar. 

Annað starfið er tímabundið starf frá 1. september 2021 til 31. mars 2022.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Greiningarvinna og þátttaka í skrifum á skýrslum og ákvörðunum
 • Söfnun gagna og tölfræðileg úrvinnsla
 • Miðlun hagfræðilegrar þekkingar við rannsókn mála
 • Samskipti við hagsmunaaðila
 • Þátttaka í öðru þróttmiklu starfi Samkeppniseftirlitsins á sviði hagfræði
 • Möguleiki á þátttöku í erlendu samstarfi

Hæfniskröfur

 • Meistarapróf í hagfræði
 • Gott vald á aðferðum til hagrannsókna og notkun hugbúnaðar við tölfræðigreiningar og úrvinnslu gagna
 • Þekking á atvinnuvega- eða vinnumarkaðshagfræði er kostur
 • Reynsla af greiningarvinnu og samkeppnismálum er kostur
 • Góð greiningarhæfni og skipulögð vinnubrögð
 • Frumkvæði við úrlausn viðfangsefna
 • Hæfni í samskiptum og þverfaglegri samvinnu
 • Geta til að vinna undir álagi
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku, í mæltu og rituðu máli

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga hafa gert.

Sótt er rafrænt um starfið á www.starfatorg.is. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá, kynningarbréf og einkunnir úr grunn- og framhaldsnámi.

Samkeppniseftirlitið áskilur sér rétt til þess að ráða á grundvelli auglýsingarinnar næstu sex mánuði eftir birtingu hennar, sbr. reglur um auglýsingar á lausum störfum, nr. 1000/2019. Við ráðningar hjá Samkeppniseftirlitinu er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun stofnunarinnar.

Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Samkeppniseftirlitið fylgist með samkeppni fyrirtækja í síbreytilegu atvinnulífi landsins. Eftirlitið spornar við óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinnur gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðveldar aðgang nýrra keppinauta að markaðnum.

Hjá Samkeppniseftirlitinu starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga sem hefur brennandi áhuga á samkeppnismálum og nær árangri í starfi. Samkeppniseftirlitið leggur áherslu á að starfsmenn þess fái tækifæri til að sinna spennandi verkefnum, þróast í starfi og viðhalda jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Samkeppniseftirlitið fékk viðurkenningu sem ein af fimm fyrirmyndarstofnunum í sínum stærðarflokki á árinu 2020.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 25.06.2021

Nánari upplýsingar veitir

Valur Þráinsson - [email protected] - 585-0700
Karítas Margrét Jónsdóttir - [email protected] - 585-0700

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira