Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið

Aðstoðaryfirlögregluþjónn í upplýsingatæknideild

Aðstoðaryfirlögregluþjónn í upplýsingatæknideild

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir drífandi og framsýnum einstaklingi í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns í upplýsingatæknideild. Um spennandi, krefjandi og fjölbreytt starf er að ræða en upplýsingatæknideild heyrir undir fjármála- og upplýsingatæknisvið. 

Upplýsingatæknideild sinnir þjónustu þvert á embættið, svo sem notendaþjónustu, innkaup og uppsetningu tölvubúnaðar auk þess sem deildin veitir almenna stjórnendaráðgjöf í upplýsingatæknimálum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda, traust og gagnsæi í samskiptum og að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Starfsfólk embættisins er um 430 á fjórum megin starfsstöðvum. 

Gildi embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.

Umsækjandi skal hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum frá Háskólanum á Akureyri sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar og hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 5 ár að prófi loknu, sbr. 3 mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1051/2006 um starfsstig innan lögreglu. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Í samræmi við 6. gr. reglugerð 10/2006 um starfstig innan lögreglu, þ. á m. stjórn og ábyrgð á deild og tilteknum verkefnum sem þarfnast sérstakrar þekkingar og að eftirlit með reglum og fyrirmælum sé fylgt. Í starfinu felst meðal annars:

 • Ábyrgð og dagleg stjórnun upplýsingtæknideildar og verkefnum sem þar eru unnin
 • Tryggir að unnið sé í samræmi við stefnu, áherslur og markmið LRH
 • Ábyrgð á daglegu eftirliti með rekstri netkerfis og gagnaafritunar
 • Vörslu og ábyrgðaraðili gagnagrunns aðgangaskerfa
 • Fylgjast með nýjungum á sviði upplýsingatæknimála og veita ráðgjöf vegna kaupa á ýmsum tækjabúnaði

Hæfniskröfur

 • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af starfsemi lögreglu er skilyrði
 • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af tölvukerfum sem starfrækt eru af lögreglu, þ. á m. lögreglukerfinu (LÖKE) er skilyrði
 • Þekking og reynsla af notendaþjónustu er skilyrði
 • Reynsla af kerfis- og netrekstri er skilyrði
 • Hæfni og áhugi til að innleiða nýjungar í rekstri er skilyrði
 • Reynsla af stjórnun er kostur
 • Framúrskarandi samskipta-  og samstarfshæfni
 • Mjög góð þjónustulund, jákvætt og sveigjanlegt viðhorf
 • Leiðtogahæfni, frumkvæði, sjálfstæði í starfi og gott álagsþol
 • Árangurs- og lausnamiðuð hugsun
 • Skipulagshæfni, nákvæmni og öguð vinnubrögð
 • Gott vald á íslensku og hæfni til að miðla upplýsingum í rituðu og töluðu máli

Þess er vænst að umsækjandi hafi reynslu af störfum þar sem reynt hefur á þessa eiginleika.

Umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið, auk afrita af prófskírteinum. 

Við ráðningar hjá LRH er tekið mið af jafnréttisáætlun embættisins. 

Vakin er athygli á því að engan má ráða til starfa hjá lögreglu sem hlotið hefur fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir hann varð fullra 18 ára eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu sbr. 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband lögreglumanna hafa gert.

Sækja skal um stöðuna með rafrænum hætti á vef Starfatorgs, www.starfatorg.is.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf við fyrsta tækifæri eða eftir nánara samkomulagi. 

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun hefur verið tekin.

Umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum, sem settar eru samkvæmt heimild í 3. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 21.06.2021

Nánari upplýsingar veitir

Pétur Jónasson - [email protected] - 444-1000

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira