Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið

Sérfræðingur í flugrekstrardeild

Sérfræðingur í flugrekstrardeild

Samgöngustofa leitar að öflugum einstaklingi í stöðu sérfræðings í flugrekstrardeild hjá Samgöngustofu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Meðal helstu verkefna er eftirlit með flutningi á hættulegum varningi  og innleiðing á samevrópskum kröfum um ómönnuð loftför. Við leitum að starfsmanni hefur áhuga á flugmálum, vinnur sjálfstætt og í hópi og er lausnamiðaður. Starfið felur í sér mikil samskipti við hagaðila og upplýsingamiðlun.  Einnig er um að ræða þátttöku í öðrum verkefnum deildarinnar s.s. þróun verkferla o.fl.

Hæfniskröfur

  • Menntun á sviði flugmála eða annað tæknilegt nám er kostur.
  • Haldgóð þekking og reynsla tengd flugstarfsemi.
  • Góð greiningarhæfni og geta til að setja sig inn í tæknilegar reglugerðir.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli.
  • Skipulagshæfni, frumkvæði, sjálfstæði og fagmennska í starfi.
  • Samskiptafærni og jákvætt hugarfar.

Í boði er spennandi starf hjá eftirsóknarverðum vinnustað í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Öllum umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna starfi hjá stofnuninni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Samgöngustofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Samgöngustofa hvetur öll kyn til að sækja um þessa stöðu.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 14.06.2021

Nánari upplýsingar veitir

Páll Sveinbjörn Pálsson - [email protected] - 4806000

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira