Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið

Eftirlitsmaður flugvalla

Eftirlitsmaður flugvalla

Samgöngustofa leitar að öflugum einstaklingi í stöðu eftirlitsmanns með innviðum, búnaði og starfrækslu flugvalla á mannvirkja- og leiðsögusviði stofnunarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felst í vottun og eftirliti með fyrirtækjum með starfsleyfi til reksturs flugvalla auk annarra verkefna tengdum flugöryggi og ýmissar sérfræðivinnu í málaflokknum. Viðkomandi þarf að standast bakgrunnskoðun Ríkislögreglustjóra til að starfa á haftasvæði flugverndar á flugvöllum.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á tæknisviði sem nýtist í starfi, t.d. verkfræði eða tæknifræði, eða veruleg staðfest reynsla af tæknimálum tengdum starfrækslu flugvalla, eða  flugmenntun og reynsla af flugi.
  • Þekking á stjórnunarkerfum, s.s. gæða- og öryggisstjórnunarkerfum og reynsla á því sviði er kostur.
  • Þekking á íslenskum og alþjóðlegum kröfum til hönnunar og starfrækslu flugvalla er kostur.
  • Mjög góð tök á íslensku og ensku og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga.
  • Frumkvæði, skipulögð og nákvæm en lausnamiðuð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi.
  • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.

Í boði er spennandi starf hjá eftirsóknarverðum vinnustað í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Öllum umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna starfi hjá stofnuninni.Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Samgöngustofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Samgöngustofa hvetur öll kyn til að sækja um þessa stöðu.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 14.06.2021

Nánari upplýsingar veitir

Guðjón Atlason - [email protected] - 4806000

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira