Hoppa yfir valmynd
SkrifstofustörfHöfuðborgarsvæðið

Ritari í tengslum við vísindarannsóknina Blóðskimun til bjargar

Ritari í tengslum við vísindarannsóknina Blóðskimun til bjargar

Auglýst er eftir ritara í fullt starf til tveggja ára í tengslum við vísindarannsóknina Blóðskimun til bjargar.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst næstkomandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið er allt í senn spennandi, fjölbreytt og krefjandi. Miklu skiptir að viðkomandi sé skipulagður, leikinn í mannlegum samskiptum og lausnamiðaður. Einnig að viðkomandi sé drífandi, reiðubúinn að leggja sitt af mörkum til að stuðla að framgangi rannsóknarinnar og búi yfir sveigjanleika og aðlögunarhæfni sem síbreytileg og lifandi verkefni innan rannsóknarinnar geta krafist.

Helstu verkefni:

 • Stuðningur og þjónusta við stjórnendur rannsóknarinnar
 • Umsjón með dagbók og bókun funda
 • Sím- og tölvupóstsvörun
 • Skjalavarsla og utanumhald erinda
 • Innkaup á rekstrarvöru
 • Ýmis tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

 • Nám sem nýtist í starfinu
 • Reynsla af sambærilegum störfum telst kostur
 • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti
 • Góð samskiptahæfni, nákvæmni, útsjónarsemi og jákvæðni
 • Sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð
 • Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
 • Reynsla af vinnu við vísindaverkefni telst kostur

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Rannsóknin Blóðskimun til bjargar er einstök á heimsvísu. Markmið hennar er að rannsaka árangur skimunar fyrir góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) sem er forstig mergæxlis. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskóla Íslands, Landspítala, Krabbameinsfélag Íslands og í alþjóðlegu samstarfi.  Öllum einstaklingum 40 ára og eldri sem eru búsettir á Íslandi var boðin þátttaka og skimað var fyrir forstigi mergæxlis hjá 74 þúsund einstaklingum.  

Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor í blóðsjúkdómum leiðir rannsóknina og er hún unnin í samstarfi við rannsóknarhóp hans.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni:

 • Ferilskrá
 • Staðfest afrit af prófskírteinum, ef við á
 • Upplýsingar um umsagnaraðila
 • Kynningarbréf þar sem áhuga fyrir starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

 

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

 

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

 

Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200.

 

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 18.06.2021

Nánari upplýsingar veitir

Sigurður Yngvi Kristinsson - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira