Hoppa yfir valmynd
SkrifstofustörfHöfuðborgarsvæðiðLandspítali

Launafulltrúi

Launafulltrúi

Launafulltrúi óskast til starfa á launadeild Landspítala frá ágúst 2021. Um er að ræða fullt dagvinnustarf sem felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni.

Launadeild heyrir undir mannauðsmál og þar starfa 16 manns í nánu samstarfi við starfsmenn spítalans. Meginverkefni launadeildar eru að tryggja að launavinnsla, afgreiðsla launa og launatengdra mála hljóti afgreiðslu í samræmi við samninga, lög, verklagsreglur og leiðbeiningar. Móttaka, úrvinnsla, skráning og varsla launagagna eru grundvallarþættir í starfsemi deildarinnar, sem og aðstoð og leiðbeining til starfsmanna og stjórnenda. Unnið er í Orra fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins og Vinnustund. 

Við sækjumst eftir öflugum liðsmanni sem er fljótur að læra og tileinka sér hlutina, með ríka þjónustulund, góða samskiptahæfni og sem sýnir frumkvæði, nákvæmni og aga í vinnubrögðum. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Afgreiðsla launa og launatengdra verkefna
 • Stuðla að samræmi skráningar í launakerfi Orra og Vinnustund
 • Yfirfara rafræna skráningu, leiðrétta og senda til launakerfis
 • Halda utan um skráningu á starfslokum og uppgjörum vegna starfsloka
 • Sinna afleysingum, símsvörun, fyrirspurnum og öðrum verkefnum 
 • Leiðbeina stjórnendum og starfsfólki um launatengda verkferla
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

 • Rík þjónustulund, frumkvæði og samskiptahæfni
 • Greiningarhæfni, nákvæmni og agi í vinnubrögðum
 • Þekking á launavinnslu almennt
 • Þekking á  launakerfi Orra er kostur
 • Þekking á Vinnustund er kostur
 • Þekking á kjarasamningum og stofnanasamningum er kostur
 • Stúdentspróf eða sambærileg menntun
 • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. 

Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Launafulltrúi

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 28.06.2021

Nánari upplýsingar veitir

Ottó Magnússon - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira