Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfVesturland

Sérfræðingur landupplýsinga

Sérfræðingur landupplýsinga

Laust er til umsóknar starf sérfræðings á fagsviði landupplýsinga hjá Landmælingum Íslands. Mikilvægi landupplýsinga eykst stöðugt og vantar okkur reynslumikinn og áhugasaman einstakling sem er tilbúinn til að taka þátt í þróun á nýjungum á því sviði. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af verkefnastjórn á sviði öflunar og samtenginga landupplýsinga og hafa góða þekkingu á vinnslu þeirra.  

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Vinna við gerð og viðhald landfræðilegra gagnagrunna um Ísland
 • Leiða vinnu við uppfærslu landupplýsinga í samstarfi við fagstjóra
 • Samskipti við notendur gagna
 • Öflun gagna með fjölbreyttum  aðferðum
 • Innleiðing á lausnum byggðum á opnum hugbúnaði

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun á sviði raunvísinda eða annarra greina sem nýtist í starfi
 • Víðtæk starfsreynsla við vinnslu landupplýsinga
 • Reynsla af verkefnastjórnun
 • Víðtæk þekking á notkun landupplýsingakerfa, einkum, Qgis og Arcgis
 • Þekking á OGC vefþjónustum og stöðlum er kostur
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og skipulögðum vinnubrögðum
 • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í starfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í starfið frá og með 1. september 2021. Búseta á Akranesi er kostur en hjá stofnuninni er fjarvinnustefna og eru tækifæri til fjarvinnu hluta vikunnar. 

Landmælingar Íslands eru 25 manna ríkisstofnun staðsett á Akranesi. Meginhlutverk stofnunarinnar  er að sinna landmælingum, vinnslu og miðlun landupplýsinga og leiða uppbyggingu grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar á Íslandi. 

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 28.06.2021

Nánari upplýsingar veitir

Jensína Valdimarsdóttir - [email protected] - 4309000

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira