Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið

Sérfræðingur í kerfisstjórnun

Sérfræðingur í kerfisstjórnun

Veðurstofa Íslands leitar eftir drífandi og framsýnum einstaklingi í stöðu sérfræðings í upplýsingatækni. Leitað er eftir aðila sem hefur góðan tæknilegan bakgrunn, getur sinnt almennri tækniþjónustu og unnið eftir verklagi í ISO vottuðu umhverfi. Viðkomandi mun starfa á Upplýsingatæknisviði Veðurstofu Íslands. 

Hlutverk Veðurstofu Íslands er að stuðla að bættu öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar, jafnframt því að styðja sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og samfélagslega hagkvæmni. Því hlutverki sinnir starfsfólk Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun, varðveislu og greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga.

Veðurstofa Íslands er opinber stofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Á Veðurstofunni starfa um 150 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa um 70 manns við athugana-og eftirlitsstörf víðsvegar um landið.  Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar www.vedur.is

Helstu verkefni og ábyrgð

Að reka sérhæfð miðlæg kerfi Veðurstofunnar. Í því felst þjónusta, viðhald, eftirlit og ráðgjöf. Viðkomandi sérhæfir sig í ákveðnum kerfum, en hefur rekstrarlega þekkingu á sem flestum kerfum upplýsingatækni. 

 • Þjónusta, viðhald og eftirlit með sérhæfðum kerfum
 • Skjölun og viðhald rekstrarskjala sérhæfðra kerfa sem viðkomandi er sérhæfður í, en einnig rekstrarskjölun annarra kerfa ef þörf er á
 • Ábyrgð á rekstrarsamfellu kerfa sinna
 • Regluleg áætlanagerð um rekstur kerfa
 • Þátttaka í eða framkvæmd úrbótaverkefna vegna viðkomandi kerfa
 • Veiting ráðgjafar um högun rekstrar á grunnkerfum
 • Samskipti og umsjón með þjónustuaðilum og birgjum grunnkerfa
 • Þátttaka í áætlanagerð fyrir upplýsingatækni

Hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði kerfisstjórnunar og/eða reynsla á sviði kerfisstjórnunar, tölvunarfræði, verkfræði
 • Frumkvæði í starfi, lausnarmiðuð hugsun og metnaður til að læra nýja tækni
 • Framúrskarandi þjónustulund, samskipta- og samstarfshæfni
 • Einurð til að greina og laga vandamál
 • Hæfni til að miðla upplýsingum
 • Góð þekking á Office 365 umhverfinu

Mikill kostur væri að hafa þekkingu á einhverju af neðan greindu: 

 • Reynsla af vinnu og rekstri í Linux umhverfi og almennum server rekstri á Linux
 • Þekking eða áhugi á að verða sérfræðingur í raunvélaumhverfi, gagnageymslulausnum, Puppet, Ansible, Container, netkerfum og -innviðum, eftirlitskerfum, Linux og Windows umhverfunum og fleiri sérkerfum stofnunarinnar
 • Þekking á rekstri gagnagrunnskerfa (PostgreSQL, DB2 og fl. Grunna, SQL sem NonSQL)
 • Þekking á VMware

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Gildi Veðurstofu Íslands eru Þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni.  Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum

Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá þar sem farið er starfsferil og hæfni

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 21.06.2021

Nánari upplýsingar veitir

Lára Björk Erlingsdóttir - [email protected]
Þóra Kristín Ómarsdóttir - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira