Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðið

Doktorsnemi í lyfja- og lungnarannsóknum við Lífvísindasetur Háskóla Íslands

Doktorsnemi í lyfja- og lungnarannsóknum við Lífvísindasetur Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf doktorsnema við rannsóknarverkefnið: Hlutverk makrólíða gegn öndunarfærasjúkdómum óháð bakteríudrepandi virkni þeirra.

Starfið er laust frá 1. september 2021 og er ráðið tímabundið til þriggja ára á grundvelli styrkveitingar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Nemandinn mun vinna undir leiðsögn dr. Þórarins Guðjónssonar, prófessors við Líffærafræði Læknadeildar og Lífvísindaseturs, og dr. Sigurbergs Kárasonar, prófessors við sömu deild og yfirlæknis á gjörgæsludeild Landspítala. 

Markmið verkefnisins er að auka skilning á hlutverki sýklalyfja af flokki makrólíða gegn öndunarfærasjúkdómum óháð bakteríudrepandi virkni þeirra. Rannsóknahópurinn hefur um árabil unnið að rannsóknum á þessu sviði.  Í verkefninu verður rannsakað hvernig makrólíðar vinna á öldruðum frumum og gegn trefjamyndun.  Jafnframt mun verkefnið snúast um að rannsaka verndandi áhrif makrólíða gegn þrýstingsálagi þ.m.t öndunarvélaálagi bæði í frumurækt og í tilraundaýrum. 

Hæfniskröfur

  • M.S. próf í sameinda- og lífvísindum
  • Góð þekking á sameinda- og frumulíffræði
  • Reynsla af aðferðum á fræðasviðinu svo sem frumuræktunum, western blettun, mótefnalitunum og rauntíma-PCR. Auk þess væri kostur ef umsækjandi  hefði þekkingu á aðferðum til að mæla efnaskipti fruma.
  • Færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.

Umsækjandi skal uppfylla skilyrði til innritunar í doktorsnám og sá eða sú sem verður fyrir valinu, þarf að sækja formlega um skráningu í doktorsnám og fá umsókn sína samþykkta áður en starf getur hafist.  

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Fylgigögn með umsókn:

  • Kynningarbréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
  • Staðfest afrit af prófskírteinum
  • Ferilskrá sem tilgreinir upplýsingar um vísindastörf ásamt ritaskrá
  • Upplýsingar um umsagnaraðila

 

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2. 

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200.

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 30.07.2021

Nánari upplýsingar veitir

Þórarinn Guðjónsson - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira