Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðiðLandspítali

Þjónustustarf á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild

Þjónustustarf á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild

Við viljum ráða til starfa öflugan liðsmann í okkar góða hóp á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Kleppi. Starfið felst í umsjón með umhverfi deildar s.s. línherbergi, þvottahúsi, geymslurýmum, starfsmannaaðstöðu og öllum almennum rýmum, skipulagi á nauðsynlegu viðhaldi, undirbúningi og frágangi matmálstíma, virkum samskiptum við sjúklinga og samstarfsfólk ásamt þátttöku í starfi deildar.  

Deildin er 10-11 rúma legudeild og sinnir meðferð ungmenna sem flest eru greind með geðrofssjúkdóma og fíknivanda. Rík áhersla er lögð á að styðja vel við nánustu aðstandendur. Markmið endurhæfingar er að endurhæfa skjólstæðingana aftur út í samfélagið. Mikið er lagt upp úr því að virkja skjólstæðingana á allan mögulegan hátt á deildinni, úti í samfélaginu og í samstarfi við iðjuþjálfun og Batamiðstöðina á Kleppi.  

Leitað er eftir þjónustulundaðri, lausnamiðaðri og jákvæðri manneskju sem er sjálfstæð í starfi og býr yfir skipulagshæfileikum og lipurð í mannlegum samskiptum. Viðkomandi er virkur þátttakandi í starfsemi deildarinnar og þarf að geta sýnt sveigjanleika í því síbreytilega umhverfi sem deildin er. Gert er ráð fyrir að viðkomandi sæki varnarteymisnámskeið, námskeið í grunnendurlífgun og sé vel að sér varðandi sóttvarnir og smitgát.   

Starfshlutfall er 70-80% og unnið er virka daga. Vinnutíminn er frá kl. 11-18 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 11-15 föstudaga. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Undirbúningur matmálstíma með því að sækja matarvagn og bera mat á borð
 • Frágangur í matsal og eldhúsi eftir matmálstíma
 • Ber ábyrgð á að almennt rými deildar sé snyrtilegt sem og útisvæði
 • Ber ábyrgð á að þvottahús, skol og lín sé snyrtilegt
 • Hefur umsjón með bílum sem deildin hefur til umráða
 • Hvetur sjúklinga til þátttöku í verkefnum
 • Er hluti af teymi deildar og tekur þátt í að meta og skrá geðhag sjúklinga eins og við á
 • Stuðlar að jákvæðum starfsanda og starfsumhverfi

Hæfniskröfur

 • Einlægur áhugi á að starfa með ungu fólki með geðrænan vanda
 • Jákvætt viðmót og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Metnaður, frumkvæði, drifkraftur og sveigjanleiki í starfi
 • Hæfni og geta til að starfa sjálfstætt sem og í teymi
 • Góð íslenskukunnátta í rituðu og mæltu máli
 • Stundvísi, áreiðanleiki, hreinlæti og snyrtimennska
 • Gilt ökuskírteini

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum og hvetjum við karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. 

Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, starfsmaður

Starfshlutfall er 70-80%

Umsóknarfrestur er til og með 16.08.2021

Nánari upplýsingar veitir

Sylvía Rós Bjarkadóttir - [email protected] - 620 1679

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira