Hoppa yfir valmynd
SkrifstofustörfHöfuðborgarsvæðið

Mannauðs- og launafulltrúi

Mannauðs- og launafulltrúi

Hafrannsóknastofnun auglýsir eftir öflugum og traustum mannauðs- og launafulltrúa til starfa sem fyrst. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón með og ábyrgð á launabókhaldi Hafrannsóknastofnunar, t.d. útreikningi og greiðslu launa, skilum launatengdra gjalda og stöðu orlofsskuldbindinga.
 • Umsjón og ábyrgð með skráningum og uppgjörum í mannauðs- og launakerfi Orra og Vinnustund.
 • Túlkun kjarasamninga og eftirlit með framkvæmd þeirra.
 • Ábyrgð með skráningu starfsmanna í tímaskráningakerfið Vinnustund og umsjón með kerfinu.
 • Upplýsingagjöf til starfsfólks um launa- og kjaramál.
 • Greiningarvinna, samantektir og úrvinnsla á sviði Kjara- og launamála.
 • Straumlínulaga ferla og verklag er snúa að launa- og mannauðsmálum
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur

 • Reynsla af launabókhaldi er nauðsynleg.
 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Góð kunnátta og færni í Excel.
 • Þekking á kjarasamningum og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna.
 • Þekking á Orra launa- og mannauðskerfi er kostur.
 • Þekking á Vinnustund eða öðru sambærilegu tímaskráningarkerfi er kostur.
 • Nákvæmni, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Rík þjónustulund, jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Góð íslensku og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Mikilvægt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn skal fylgja: Ítarleg ferilskrá, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið og tilnefna að minnsta kosti tvo meðmælendur.

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.

Hafrannsóknastofnun áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum.

Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 26.07.2021

Nánari upplýsingar veitir

Berglind Björk Hreinsdóttir - [email protected] - 8916990

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira