Hoppa yfir valmynd
SumarstörfHöfuðborgarsvæðið

Viltu vera á skrá? Ljósmóðir með starfsleyfi

Viltu vera á skrá? Ljósmóðir með starfsleyfi

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. 
 
Í þessum starfaflokki er eingöngu ráðið í tímabundnar stöður s.s.

 • Störf við verkefni sem standa í tvo mánuði eða skemur
 • Störf við afleysingar sem ekki er ætlað að standa lengur en 12 mánuði samfellt

Hér geta ljósmæður sett inn starfsumsókn og verið á skrá hjá Landspítalanum.
Allar ótímabundnar stöður eru auglýstar og þarf að sækja um þær sérstaklega. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Verkefni geta verið ólík eftir deildum
 • Símaráðgjöf og móttaka kvenna í fæðingu og kvenna með vandamál á meðgöngu 
 • Umönnun kvenna í fæðingu, sængurkvenna og umönnun nýbura 
 • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu

Hæfniskröfur

 • Íslenskt ljósmóðurleyfi 
 • Faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar
 • Hæfni og vilji til að vinna í teymi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Ljósmæðrafélag Íslands hafa gert.

 • Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá.
 • Athugið að allar ótímabundnar stöður eru auglýstar og þarf að sækja um þær sérstaklega.
 • Umsóknum þessum verður ekki svarað sérstaklega heldur hafa stjórnendur samband við umsækjendur sem þeir hafa hug á að bjóða viðkomandi starf.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 30.11.2021

Nánari upplýsingar veitir

Hrönn Harðardóttir - [email protected] - 5431150

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira