Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaVesturlandHeilbrigðisstofnun Vesturlands

Svæfingahjúkrunarfræðingur HVE - Akranesi

Svæfingahjúkrunarfræðingur HVE - Akranesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) Akranesi óskar eftir að ráða svæfingahjúkrunarfræðing í 100% stöðu eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða dagvinnu ásamt bakvöktum. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Fjölbreytt verkefni sem fylgja starfi á skurð- og svæfingadeild. Á deildinni eru tvær skurðstofur, stefnt er að taka í notkun þriðju skurðstofuna árið 2022. Á deildinni eru starfandi tveir svæfingalæknar, svæfingahjúkrunarfræðingar ásamt fagfólki á skurðstofum, einnig starfa sérfræðingar í almennum skurðlækningum, bæklunarskurðlækningun, háls, nef og eyrnalækningum og kvensjúkdómum á deildinni. Á skurð- og svæfingadeild eru gerðar rúmlega 2000 skurðaðgerðir á ári, dagdeild skurðdeildar tilheyrir henni, þar er að auki gerðar um 800 aðgerðir á ári. Unnið eftir gildandi lögum og reglugerðum og starfsreglum stofnunarinnar.

Hæfniskröfur

Umsækjandi skal hafa íslenskt hjúkrunarleyfi auk sérnáms í svæfingahjúkrun. Lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika í samkiptum og samvinnu. Góð íslenskukunnátta er skilyrði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum, námskeiðum og annarri endurmenntun Afrit af leyfisbréfi. Ferilskrá Upplýsingar um ónæmisaðgerðir skal fylgja umsókn. Sækja skal um starfið á starfatorg.is eða heimasíðu hve.is. 

Áhugasömum er velkomið að koma og skoða eftir samkomulagi.

Starfshlutfall er 20-100%

Umsóknarfrestur er til og með 20.09.2021

Nánari upplýsingar veitir

Guðrún Margrét Halldórsdóttir - [email protected] - 891-9450
Þura Björk Hreinsdóttir - [email protected] - 4321000

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira