Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið

Rannsóknarstjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa - sjósvið

Rannsóknarstjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa - sjósvið

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) auglýsir laust starf rannsóknarstjóra á sjóslysasviði með starfsstöð í Reykjavík.

Hjá nefndinni starfa 7 manns við rannsóknar- og skrifstofustörf. Nefndarmenn ásamt varamönnum og formanni eru 13 talsins. 

Viðkomandi verður því hluti af öflugu 20 manna teymi Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Teymið vinnur meðal annars að rannsókn og skýrslugerð um samgönguslys. Tilgangur með rannsóknum sjóslysa er að auka og efla öryggi til sjós.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefni:

Starf rannsóknarstjóra ásamt rannsóknum er að bera ábyrgð á og stýra rannsóknum og skýrslugerð einstakra sjóslysa eða sjóatvika þar með talið vettvangsrannsóknum. Starfsmenn á sjósviði eru tveir og sinnir rannsóknarstjóri einnig bakvöktum.

Hæfniskröfur

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Hafa lokið námi í skipstjórn og vera handhafi atvinnuskírteinis fyrir ótakmörkuð réttindi.
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg.
  • Gott vald á mæltu og rituðu máli á íslensku og ensku.
  • Góða tölvukunnáttu og reynslu af notkun algengustu hugbúnaðarforrita.
  • Hafa reynslu af sjómennsku á fiskiskipum og flutningaskipum.
  • Þekkja til reglna og laga sem gilda um öryggi skipa og öryggisbúnaðar þeirra.
  • Jákvætt viðmót og góða hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Hæfni til að starfa sjálfstætt, sem og í hópi.
  • Geta stafað við erfiðar aðstæður á slysavettvangi.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum við ríkissjóð. Starfshlutfall er 100%.

Umsókn þarf að fylgja ferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

RNSA er stofnun óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Markmið RNSA er að fækka slysum og auka öryggi  og skulu rannsóknir eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir slysa og atvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. RNSA starfar samkvæmt ákvæðum laga um rannsókn samgönguslysa nr. 18/2013 og reglugerðar nr. 763/2013.

Gildi RNSA eru Sjálfstæði - Fagmennska - Öryggi

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 17.09.2021

Nánari upplýsingar veitir

Þorkell Ágústsson - [email protected] - 6600333

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira