Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðiðHáskóli Íslands

Nýdoktor við alþjóðlega rannsókn á inngripi til að draga úr tíðni áfallaminninga

Nýdoktor við alþjóðlega rannsókn á inngripi til að draga úr tíðni áfallaminninga

Viltu starfa við spennandi alþjóðlega rannsókn í þverfræðilegu starfsumhverfi?

 

Laust er til umsóknar fullt starf nýdoktors við alþjóðlegt rannsóknarverkefni á vegum Sálfræðideildar og Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands í samvinnu við Sálfræðideild Uppsalaháskóla. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða slembiraðaða klíníska rannsókn til að meta árangur af inngripi sem ætlað er að draga úr tíðni áleitinna minninga eftir áföll meðal kvenna. Ráðið er í starfið tímabundið en til staðar er styrkur fyrir starfinu til 30 mánaða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nýdoktorinn verður með starfsaðstöðu í Háskóla Íslands.   

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Stýra klínískum rannsóknum í samvinnu við annað starfsfólk rannsóknahópanna
 • Leiðbeina verkefnisstjóra og nemendum sem taka þátt í gagnasöfnun og öðrum verkefnum í rannsókninni
 • Skipuleggja fundi rannsóknahópanna á Íslandi og í Svíþjóð
 • Tölfræðileg úrvinnsla gagna úr rannsókninni
 • Taka þátt í skrifa drög að vísindagreinum og styrkumsóknum
 • Ferðast innan- og utanlands til að hitta starfsfólk rannsóknahópanna og kynna verkefnið á vinnufundum og ráðstefnum

Hæfniskröfur

 • Doktorspróf í sálfræði eða skyldum greinum, eða staðfest doktorsvörn innan 6 mánaða
 • Góður grunnur í tölfræði og aðferðafræði
 • Góð skipulags- og samskiptahæfni
 • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi
 • Færni til að vinna í teymi með lausnamiðuðum hætti
 • Góð ritfærni og færni í miðlun og framsetningu upplýsinga á íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni:

 • Ferilskrá á ensku
 • Staðfest afrit af útskriftarskírteini (sem vitnar um doktorsgráðu í sálfræði eða skyldum greinum) eða staðfesting á doktorsvörn innan 6 mánaða frá því að umsóknarfrestur rennur út.
 • Meðmælabréf á ensku eða upplýsingar um meðmælendur
 • Greinargerð á ensku þar sem áhuga fyrir verkefninu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi getur lagt af mörkum til þess, og hvernig það passar inn í framtíðaráform umsækjanda.

 

Nánari upplýsingar veita Andri S. Björnsson ([email protected], 525-5177) og Arna Hauksdóttir ([email protected], sími 525-4072) við Háskóla Íslands eða Emily Holmes ([email protected]) við Uppsala háskóla. 

 

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.  

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200.

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking.

 

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.11.2021

Nánari upplýsingar veitir

Andri Steinþór Björnsson - [email protected]
Arna Hauksdóttir - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira