Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðiðHáskóli Íslands

Doktorsnemi í lyfjafræði

Doktorsnemi í lyfjafræði

Laust er til umsóknar fullt starf doktorsnema til að vinna að þróun augnlyfjasamsetninga sem byggja á sýklódextrín örtækni ætlaðri til að koma lyfjum til bakhluta augans. Verkefnið er hluti af evrópsku rannsóknarsamstarfi sem inniheldur 14 aðra doktorsnema.

Hákon Hrafn Sigurðsson, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands verður leiðbeinandi í þessu verkefni. Aðrir meðlimir í doktorsnefnd eru erlendir samstarfsaðilar í verkefninu.

Verkefnið hefur hlotið styrk úr rannsóknaráætlun Evrópusambandsins (Horizon 2020 - Marie Sklodowska-Curie Actions No 813440) í 18 mánuði með möguleika á frekari fjármögnun.  Miðað er við að verkefnið hefjist 1. desember 2021 eða samkvæmt nánara samkomulagi.  Umsækjandi má ekki hafa búið á Íslandi í meira en 12 mánuði á síðustu 3 árum skv. skilmálum styrks. Athugið að fjármögnun er aðeins tryggð að fullu í 18 mánuði og frekari fjármögnun eftir það er háð styrkjum sem verður sótt um.

Helstu verkefni og ábyrgð

Doktorsverkefnið verður unnið að mestu við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og er hluti af evrópsku rannsóknarsamstarfi sem heitir ORBITAL (https://www.orbital-itn.eu) og er styrkt af  rannsóknaráætlun Evrópusambandsins (Horizon 2020 - Marie Sklodowska-Curie Actions No 813440). Verkefnið verður einnig unnið við University of Parma á Ítalíu og University Santiago de Compostela á Spáni. Gert er ráð fyrir því að neminn dvelji í 3 mánuði á hvorum stað. 

Aðalmarkmið verkefnisins er að þróa augnlyfjasamsetningar sem byggja á sýklódextrín örtækni ætlaðri til að koma lyfjum til bakhluta augans. Mjög erfitt er að meðhöndla sjúkdóma í bakhluta augans og lyf eiga ekki greiða leið þangað úr hefðbundnum augndropum og því þarf oftast að sprauta lyfi með nál inn í bakhluta augans til að meðhöndla sjúkdóma þar. Fyrsti hluti verkefnisins snýst því um að búa til stöðugar samþyrpingar af lyfi og sýklódextríni á örskala (nano- og micro) ásamt því að meta eðlislyfjafræðilega eiginleika þeirra. Í næsta hluta eru eiginleikar þessara samsetninga prófaðir í in-vitro módelum og í síðasta hluta verkefnisins er ein samsetning valin til prófunar í dýramódeli. 

 

Hæfniskröfur

 • Meistarapróf í lyfjafræði, efnafræði, lífefnafræði eða skyldum greinum lífvísinda
 • Haldbær reynsla af sjálfstæðum vísindastörfum á rannsóknastofu við formuleringu lyfja, lyfjaþróun, efnagreiningar eða nanótækni í lífvísindum æskileg
 • Þekking á tveimur af eftirfarandi sviðum: þróun lyfjaforma, lyfjaþróun, efnagreiningar, nanótækni í lífvísindum.
 • Starfsreynsla í iðnaði sem tengist ofangreindum sviðum
 • Góð enskukunnátta, bæði töluð og rituð. Umsækjendur geti sýnt fram á hæfni í ensku.
 • Áhugi, hæfni og reynsla á ofangreindu sviði
 • Sjálfstæð vinnubrögð og góð samskiptafærni.

 

Umsækjandi skal uppfylla skilyrði til innritunar í doktorsnám á Heilbrigðisvísindasviði. Í framhaldi af ákvörðun um ráðningu þarf viðkomandi að sækja formlega um doktorsnám í Háskóla Íslands.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Please download the application form found here: https://www.orbital-itn.eu/orbital/vacancies-were-hiring/orbital_esr_af-3/ and submit with the application. 

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni:

 • Ferilskrá
 • Staðfest afrit af prófskírteinum ásamt einkunnadreifingu
 • Upplýsingar um umsagnaraðila
 • Greinargerð þar sem áhuga fyrir verkefninu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi getur lagt af mörkum til þess.

Að auki þarf að fylla þarf út sérstakt umsóknareyðublað fyrir þetta starf sjá ORBITAL_ESR_AF.docx (live.com)

 

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2. 

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200.

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking.

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 01.12.2021

Nánari upplýsingar veitir

Hákon Hrafn Sigurðsson - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira