Hoppa yfir valmynd
TæknistörfHöfuðborgarsvæðiðSjúkratryggingar Íslands

Tæknimaður

Tæknimaður

Sjúkratryggingar Íslands óska eftir að ráða þjónustulipran aðila í starf tæknimanns. Sjúkratryggingar vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Tækniþjónusta við starfsmenn og samstarfsaðila Sjúkratrygginga
 • Úrvinnsla beiðna sem koma í beiðnakerfi Upplýsingatæknisviðs
 • Uppsetning á tölvu- og hugbúnaði
 • Innleiðing á umsjónarkerfi til að staðla uppsetningu á tölvum og hugbúnaði
 • Stofnun og lokun notenda í upplýsingakerfum Sjúkratrygginga
 • Tilfallandi viðgerðir á tölvubúnaði
 • Kennsla fyrir notendur upplýsingakerfa Sjúkratrygginga

Hæfniskröfur

 • Stúdentspróf eða iðnmenntun á sviði rafeinda- eða rafvirkjunar
 • Reynsla af þjónustu í upplýsingatækni
 • Þekking á Windows og Windows Server stýrikerfum
 • ComptTIA A+ og/eða CompTIA Network+ vottun kostur
 • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Skipulagshæfileikar, öryggisvitund og öguð vinnubrögð
 • Jákvæðni og afburða lipurð í mannlegum samskiptum
 • Góð almenn íslenskukunnátta í ræðu og riti

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Sótt er um starfið á www.sjukra.is/starf. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferliskrá ásamt kynningarbréfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar niðurstaða um ráðningu liggur fyrir. Ráðning tekur mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Umsókn gildir í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar www.sjukra.is

 

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 25.10.2021

Nánari upplýsingar veitir

Kristján Þorvaldsson - [email protected] - 5150000

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira