Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðiðBarnaverndarstofa

Staða sálfræðings við Barnahús

Staða sálfræðings við Barnahús

Barnaverndarstofa óskar eftir að ráða sálfræðing til starfa í Barnahús. Sálfræðingurinn heyrir beint undir forstöðumann Barnhúss. Um 100% stöðu er að ræða. Verkefni stofnunarinnar munu aukast til muna um næstkomandi áramót við gildistöku laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 og laga um Barna- og fjölskyldustofu. Barnaverndarstofa í núverandi mynd verður lögð niður og Barna- og fjölskyldustofa tekur til starfa þann 1. janúar 2022 sem verður leiðandi í samþættri þjónstu við börn á landinu öllu. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Meðferðarviðtöl við börn sem eru þolendur kynferðis-/líkamlegs ofbeldis.
 • Ráðgjöf við barnaverndarnefndir vegna meintra ofbeldisbrota.
 • Rannsóknarviðtöl við börn sem þolendur.
 • Skýrslu- og vottorðaskrif.
 • Önnur verkefni sem forstöðumaður Barnahúss ákveður.

Hæfniskröfur

 • Krafa um sálfræðing með löggildingu á Íslandi.
 • Reynsla á sviði meðferðar barna, af vinnu með þolendum ofbeldis, vinnu með foreldrum og af barnaverndarstarfi æskileg.
 • Krafa um mjög góða íslenskukunnáttu í ræðu og riti.
 • Krafa um enskukunnáttu, kunnátta í einu norðurlandamáli æskileg.

Persónulegir eiginleikar

 • Mikilvægt að búa yfir góðri samstarfshæfni, sveigjanleika og jákvæðu viðhorfi til skjólstæðinga og samstarfsaðila.
 • Mikilvægt er að búa yfir hæfni til að vinna skipulega, markmiðatengt og lausnamiðað.
 • Mikilvægt er að geta starfað vel undir álagi í lengri eða skemmri tíma.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Allar umsóknir gilda í sex mánuði ef starf losnar að nýju. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Vakin er athygli á að Barnaverndarstofa aflar sjálf upplýsinga úr sakaskrá áður en viðkomandi hefur störf hjá stofnuninni. Barnaverndarstofa hvetur alla til að sækja um, óháð kyni. Tekið er mið af jafnréttisáætlun Barnaverndarstofu við ráðningar á stofuna. 

Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir þær hæfniskröfur sem gerðar eru. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 22.10.2021

Nánari upplýsingar veitir

Margrét Kristín Magnúsdóttir - [email protected] - 5302500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira