Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðiðHáskóli Íslands

Nýdoktor í máltækni við Háskóla Íslands

Nýdoktor í máltækni við Háskóla Íslands

Rannsóknarstofan Mál og tækni við Háskóla Íslands, sem er stýrt af Dr. Antoni Karli Ingasyni, auglýsir eftir umsóknum um starf nýdoktors í máltækni. Starfið er í upphafi til 12 mánaða en getur verið framlengt sem nemur 18 mánuðum til viðbótar vegna styrkveitingar. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið er hluti af verkefninu Mat á vitrænni hnignun með sjálfvirkri málgreiningu; þetta er þriggja ára verkefni sem hlotið hefur styrk úr Markáætlun í tungu og tækni og er unnið í samstarfi við Minnismóttöku Landspítala, fyrirtækið Mentis Cura og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Markmið verkefnisins er að þróa hugbúnað sem greinir málsýni á sjálfvirkan hátt þannig að unnt sé að fylgjast með og sjá merki um skerðingu á vitrænni getu í samhengi við heilabilun og aðdraganda hennar.

Umsækjandinn sem verður ráðinn mun nota máltækniverkfæri til að safna einkennum úr málsýnum og þróa kerfi sem notar þessi einkenni í samhengi við greiningu á heilalínuriti til að spá fyrir um klíníska greiningu.

 

Þau verkefni sem við vinnum að tengjast samspili tungumáls og tækni og til viðbótar við verkefni okkar á sviði taugahrörnunar leggjum við m.a. áherslu á sjálfvirka málfarsráðgjöf (svo sem prófarkalestur), málheildir (einkum trjábanka) og þáttun, máltækniinnviði og tengsl máls, samfélags og tækninýjunga. Við leggjum áherslu á að þróa lausnir fyrir íslensku en aðferðirnar sem við vinnum með eru að jafnaði þess eðlis að þeim má beita á ýmis tungumál.

 

Okkar teymi:

http://linguist.is/language-and-technology-lab/

Hæfniskröfur

 • Doktorsgráða á fræðasviði sem tengist máltækni, svo sem í tölvunarfræði eða málvísindum, eða skila gögnum sem sýna fram á að slík doktorsgráða verði veitt áður en þetta starf hefst.
 • Reynsla og/eða fræðileg áhugasvið sem falla vel að því starfi sem fer fram á rannsóknarstofunni.
 • Góð forritunarkunnátta, t.d. í  Python og tengdum verkfærum.
 • Þekking á nútímalegum aðferðum í málvinnslu (e. Natural Language Processing) og geta til að greina megindlegar tilraunaniðurstöður
 • Gott vald á ensku ritmáli og talmáli.
 • Reynsla af styrkumsóknum er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Umsækjandi sem er ráðinn þarf að geta hafið störf eins fljótt og kostur er.

Öll gögn sem tengjast umsókninni þarf að senda áður en umsóknarfrestur rennur út. 

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

 • Kynningarbréf sem færir rök fyrir því að þú sért rétta manneskjan í starfið.
 • Ferilskrá (CV) með lista yfir útgefin fræðileg ritverk umsækjanda og annað sem máli skiptir. Gættu þess að í umsókn komi fram upplýsingar um hvers kyns bakgrunn í vélrænu námi, tölfræði og tengdum greinum.
 • Rafræn eintök af mikilvægustu ritverkum þínum (að þínu mati). Ef um meðhöfunda er að ræða skal gera grein fyrir hlut umsækjanda í þeirri vinnu sem um ræðir.
 • Staðfest afrit af prófskírteinum.
 • Nöfn og netföng tveggja meðmælenda.

Í nýlegum rannsóknum hefur hefur Ísland verið í fyrsta sæti þeirra landa sem eru til athugunar á alþjóðlega kynjajafnréttiskvarðanum (e. Global Gender Gap Index) og landið er einnig í fyrsta sæti á lista OECD yfir LGBTI-jafnrétti.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Nánari upplýsingar veitir

Senda má fyrirspurnir um umsóknarferlið og formleg atriði sem varða störf við Háskóla Íslands til Dr. Eíríks Smára Sigurðarsonar, rannsóknarstjóra Hugvísindasviðs, [email protected].

 

Senda má fyrirspurnir um starfsemi rannsóknarstofunnar Máls og tækni til Dr. Antons Karls Ingasonar, [email protected].

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 01.12.2021

Nánari upplýsingar veitir

Anton Karl Ingason - [email protected]
Eiríkur Smári Sigurðarson - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira