Hoppa yfir valmynd
LöggæslustörfHöfuðborgarsvæðiðLögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Varðstjórar í almennri löggæslu

Varðstjórar í almennri löggæslu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Gildi LRH eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI. 

Við embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru lausar til umsóknar 6 stöður varðstjóra á vöktum. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðurnar frá og með 1. janúar 2022 með skipun í huga að 6 mánaða reynslutíma loknum. 

Umsækjandi skal hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar og hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 2 ár að prófi loknu, sbr. 3. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1051/2006 um starfstig innan lögreglu.

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð

Í samræmi við reglugerð 1051/2006 um starfsstig innan lögreglunnar: Almenn löggæsla á grundvelli laga og reglna og í samræmi við áherslur og markmið LRH. Vaktstjórn samkvæmt varðskrá og stjórn einstakra verkefna eða hóps lögreglumanna við almenn löggæslustörf, þar með talið stjórnun á vettvangi.

Hæfniskröfur

  • Reynsla af vaktstjórn samkvæmt varðskrá 
  • Hæfni til að leiðbeina og leiða hóp
  • Góð samskiptahæfni og góð þjónustulund
  • Aðlögunarhæfni, jákvætt viðmót og sveigjanleiki
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum 
  • Skipulagshæfni, lausnamiðað viðhorf og geta til að vinna undir álagi
  • A.m.k. þjálfunarstig 3 innan lögreglu 
  • Þekking og/eða aukin menntun sem nýtist í starfi er kostur

Óskað er eftir að umsókn fylgi greinargóð ferilskrá yfir menntun og fyrri störf, staðfesting á námi og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar og útskýri atriði í ferilskrá betur, eftir því sem þörf er á. 

Vakin er athygli á því að engan má ráða til starfa hjá lögreglu sem hlotið hefur fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir hann varð fullra 18 ára eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu   sbr. 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband lögreglumanna hafa gert.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Starfið er vaktavinna og unnið er eftir valfrjálsu vaktakerfi. 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 08.12.2021

Nánari upplýsingar veitir

Eygló Huld Jónsdóttir - [email protected] - 444-1000
Sigríður Gisela Stefánsdóttir - [email protected] - 444-1000

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira