Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðiðLandspítali

Starfsmaður hjá lyfjaþjónustu Landspítala

Starfsmaður hjá lyfjaþjónustu Landspítala

Lyfjaþjónusta Landspítala auglýsir eftir öflugum liðsmanni í sjúkrahúsapótek Landspítala. Starfið felst í að þjónusta deildir spítalans með tiltekt pantana og skömmtun lyfja. Í lyfjaþjónustu Landspítala starfa um 80 manns, lyfjafræðingar, lyfjatæknar og sérhæfðir starfsmenn í þverfaglegu teymi. Verkefni lyfjaþjónustu eru fjölbreytt og fela meðal annars í sér að þjónusta sjúklinga á öllum deildum spítalans með öflun, blöndun, skömmtun og dreifingu lyfja ásamt faglegri upplýsingagjöf um lyf. 

Við leitum eftir öflugum einstaklingi sem er skipulagður, með góða samskiptahæfni og sem á auðvelt með að vinna í teymi. Boðið er upp á aðlögun með reyndu og frábæru starfsfólki. Unnið er í dagvinnu og er æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Afgreiðsla lyfjapantana
  • Vörumóttaka og frágangur lyfja
  • Lyfjaskömmtun
  • Símsvörun
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

  • Skipulögð, nákvæm og öguð vinnubrögð
  • Geta til þess að vinna samkvæmt gæðastöðlum
  • Góð samskiptahæfni, liðsmaður og jákvætt viðmót
  • Góð íslenskukunnátta
  • Góð almenn tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sérhæfður starfsmaður

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 30.11.2021

Nánari upplýsingar veitir

Þóra Jónsdóttir - [email protected] - 840 3310
Tinna Rán Ægisdóttir - [email protected] - 620 1620

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira