Hoppa yfir valmynd
StjórnunarstörfHöfuðborgarsvæðiðHáskóli Íslands

Stjórnandi reksturs og stoðþjónustu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Stjórnandi reksturs og stoðþjónustu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Menntavísindasvið Háskóla Íslands auglýsir eftir metnaðarfullum og kröftugum einstakling í starf stjórnanda reksturs og stoðþjónustu sviðsins. Við leitum af styðjandi stjórnanda með framúrskarandi samskiptafærni, drifkraft og metnað til að framfylgja leiðarljósum Háskóla Íslands um áherslu á gæði, traust og snerpu í allri starfsemi skólans. 

Í starfinu felst fyrst og fremst að tryggja framúrskarandi stjórnsýslu og góðan vinnustað með það að markmiði að tryggja umhverfi sem styður með sem bestum hætti nemendur og starfsfólk.   

Stjórnandinn ber ábyrgð á daglegum rekstri sviðsins og er næsti yfirmaður þeirra sem stýra stoðþjónustu sviðsins.  Viðkomandi hefur yfirumsjón með fjárhagsáætlun og almennum rekstri í samvinnu við fjármálastjóra og aðra stjórnendur innan sviðsins. Auk þess situr viðkomandi fundi stjórnar Menntavísindasviðs og starfar með sameiginlegri stjórnsýslu háskólans. Stjórnandinn vinnur samkvæmt stefnu og skipuriti Menntavísindasviðs sem í gildi eru á hverjum tíma og mun eitt af fyrstu verkefnum vera að taka þátt í að innleiða metnaðarfulla nýja stefnu Háskóla Íslands. 

Stjórnandi stoðþjónustu og reksturs heyrir undir sviðsforseta og starfar náið með forseta sviðsins. 

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Tryggja framúrskarandi stjórnsýslu og þjónustu fyrir nemendur, fræðimenn og samfélagið 
 • Daglegur rekstur deilda og starfseininga sviðsins 
 • Er yfirmaður þeirra sem stýra stoðþjónustu sviðsins
 • Hafa umsjón með gæðamálum og innleiðingu samræmdra verkferla
 • Stuðla að, skapa og styðja góða vinnustaðamenningu
 • Tekur virkan þátt í að innleiða nýja stefnu Háskóla Íslands 
 • Yfirumsjón með fjárhagsáætlun og rekstri sviðsins
 • Ábyrgð gagnvart forseta sviðsins á gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlunar 
 • Önnur verkefni sem forseti kann að fela viðkomandi

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf  á sviði stjórnunar, stefnumótunar, viðskipta eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er kostur
 • Leiðtogahæfileikar og reynsla af stjórnun
 • Reynsla af rekstri og fjármálastjórnun
 • Þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Áhugi og/eða reynsla af störfum tengdum menntamálum er kostur
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og metnaður til að ná árangri í starfi
 • Skipulagshæfileikar, rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Hæfileiki til að geta tileinkað sér nýja tækni
 • Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eftir nánara samkomulagi. Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn: 

 • Ferilskrá
 • Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
 • Staðfest afrit af prófskírteinum
 • Upplýsingar um umsagnaraðila

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2. Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands. 

Menntavísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Starfsmenn sviðsins eru um 160 og nemendur um 3.500 talsins
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 10.12.2021

Nánari upplýsingar veitir

Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir - [email protected] - 5255965

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira