Hoppa yfir valmynd
StjórnunarstörfHöfuðborgarsvæðiðMennta- og menningarmálaráðuneytið

Embætti skólameistara Flensborgarskólans í Hafnarfirði

Embætti skólameistara Flensborgarskólans í Hafnarfirði

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði er með elstu starfandi skólum á Íslandi.  Hann var upphaflega stofnaður árið 1877 sem barnaskóli en hefur frá árinu 1975 verið framhaldsskóli.

Í dag er Flensborgarskólinn bóknámsskóli sem leggur áherslu á nám til stúdentsprófs af félagsvísinda-, raunvísinda- og viðskipta og hagfræðibraut, auk opinnar námsbrautar þar sem nemendur geta hannað sína eigin námsbraut úr námsframboði skólans. Íþróttaafrekssvið er starfrækt við skólann sem nemendur geta samtvinnað öllum námsbrautum. Einnig býður skólinn nám á starfsbraut sem er ætluð nemendum sem þurfa einstaklingsmiðað nám vegna fötlunar eða sértækra náms örðugleika.  Nemendur skólans eru ríflega 700 og starfsmenn skólans eru um 85.

Helstu verkefni og ábyrgð

Skólameistari veitir skólanum forstöðu. Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Hann ber ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og að henni sé fylgt auk þess að hafa frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans sbr. 2. mgr. 6. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008. Skólameistari gegnir mikilvægu hlutverki í mótun skólastarfs á grundvelli laga og aðalnámskrár framhaldsskóla og er mikilvægt að umsækjendur hafi skýra framtíðarsýn hvað þetta varðar.

Hæfniskröfur

  • Starfsheitið kennari ásamt viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi. 
  • Umfangsmikil stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni.
  • Þekking og reynsla af fjármálum, rekstri og áætlanagerð.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu.
  • Reynsla af verkefnastjórnun og stefnumótunarvinnu.
  • Afburðafærni í mannlegum samskiptum og færni í að skapa liðsheild á vinnustað.
  • Skýr framtíðarsýn og hæfileiki til nýsköpunar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára í senn að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar skv. 6. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum. Skipað er í embættið frá 1. janúar 2022.

Um ráðningu og launakjör skólameistara fer eftir 39. gr. a í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996 og 12. gr laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 95/2019.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur og er til og með 30.11.2021.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 30.11.2021

Nánari upplýsingar veitir

Björg Pétursdóttir - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira