Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðiðGreiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Skjalastjóri

Skjalastjóri

Laust er til umsóknar starf skjalastjóra hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Leitað er að einstaklingi með góða þekkingu og reynslu af skjalastjórnun til að leiða þróun skjalamála stofnunarinnar. Stærsta verkefnið framundan er að fylgja eftir reglum um skjalavistun og sjá um skráningu, frágang og skil á gögnum til Þjóðskjalasafns Íslands.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Skipulag og umsjón með skjalasafni stofnunarinnar
 • Þróun og eftirfylgni á skjalastefnu og verklagi við skjalastjórn
 • Þróun skjalavistunar- og grisjunaráætlunar ásamt eftirfylgni
 • Skráning erinda og umsjón með GoPro skjalavistunarkerfinu
 • Frágangur og skil á gögnum stofnunarinnar til Þjóðskjalasafns
 • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsmenn
 • Skipulagning og framkvæmd fræðslu um skjalamál hjá stofnuninni
 • Umsjón með bókasafni stofnunarinnar

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. í bókasafns- og upplýsingafræði
 • Þekking og reynsla af skjalastjórnun
 • Mjög góð almenn tölvukunnátta
 • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni
 • Gott vald á íslensku í ræðu og riti
 • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Sótt er um starfið á starfatorg.is. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar þessarar.

Á Greiningar- og ráðgjafarstöð starfa um 60 starfsmenn. Hlutverk stofnunarinnar er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra (sjá nánar á www.greining.is.) Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er framsækin stofnun með fjölskylduvæna starfsmannastefnu sem býður m.a. upp á sveigjanlegan vinnutíma.  Gildi stofnunarinnar eru fagmennska, framsækni, velferð og virðing. 

Nýir starfsmenn fá handleiðslu og starfsþjálfun á aðlögunartíma og er lögð áhersla á þróun í starfi og tækifæri til sí- og endurmenntunar.

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 29.11.2021

Nánari upplýsingar veitir

Soffía Lárusdóttir - [email protected] - 510 8400

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira