Hoppa yfir valmynd
Önnur störfHöfuðborgarsvæðiðNáttúruminjasafn Íslands

Ritstjóri Náttúrufræðingsins

Ritstjóri Náttúrufræðingsins

 

Ritstjóri Náttúrufræðingsins - laust starf til umsóknar

Náttúruminjasafn Íslands og Hið íslenska náttúrufræðifélag auglýsa laust til umsóknar starf ritstjóra tímaritsins Náttúrufræðingsins sem safnið og félagið gefa út saman. 
 

Náttúrufræðingurinn er fræðslurit um náttúrufræði með áherslu á efni sem byggir á athugunum og rannsóknum á náttúru Íslands. Tímaritið er ætlað lærðum sem leikum, ungum sem öldnum, og hefur komið út samfleytt í 90 ár. Fjögur hefti eru að jafnaði gefin út á ári og er hver árgangur um 160 blaðsíður. 
 

Náttúruminjasafn Íslands (nmsi.is) er eitt þriggja höfuðsafna landsins, stofnað 2007, og heyrir til mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Hið íslenska náttúrufræðifélag (hin.is) eru frjáls félagasamtök, stofnuð 1889, sem hafa að meginmarkmiði að efla áhuga almennings á náttúru Íslands, miðla náttúrurannsóknum og koma á framfæri fróðlegu efni um náttúrfræði og umhverfismál.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með ritstjórn og útgáfu Náttúrufræðingsins, funda með ritstjórn timaritsins, afla efnis fyrir tímaritið, tryggja fagleg gæði efnis, prófarkalestur, umbrot, prentun og dreifingu.
  • Vefumsjón með efni Náttúrufræðingsins og tengdu efni á nýrri vefsíðu sem einkum er ætluð almenningi og ungum lesendum.

Hæfniskröfur

  • Þekking og reynsla af ritstjórn og vefumsjón er nauðsynleg.
  • Ritfærni og góð kunnátta í íslensku og ensku er nauðsynleg.
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, helst meistaragráða, og góð þekking í náttúrufræðum er nauðsynleg.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Laun taka jafnframt mið af stofnanasamningi Náttúruminjasafnsins og viðeigandi stéttarfélags.

Um er að ræða 80% starfshlutfall með mögulega aukningu í fullt starf. Starfsaðstaða er á skrifstofu Náttúruminjasafnsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar n.k., eða samkvæmt samkomulagi.

Umsóknum skal fylgja greinargott kynningarbréf ásamt ferilskrá þar sem fram koma upplýsingar um menntun og fyrri störf umsækjanda og tilvísun í minnst tvo meðmælendur. 

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafnsins (893 0620, [email protected]) og Ester Rut Unnsteinsdóttir formaður HÍN (862 8219. Ester.R.Unnsteinsdó[email protected], 862 8219). 

Starfshlutfall er 80%

Umsóknarfrestur er til og með 15.12.2021

Nánari upplýsingar veitir

Hilmar Malmquist - [email protected] - 8930620

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira