Hoppa yfir valmynd
StjórnunarstörfHöfuðborgarsvæðiðFélagsmálaráðuneyti

Forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála

Forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála

Félagsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem tók til starfa 1. janúar 2022. 

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur eftirlit með gæðum þjónustu sem er veitt á grundvelli laga um barnavernd, laga um Barna- og fjölskyldustofu, laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, laga um málefni aldraðra, laga um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni stofnunarinnar er útgáfa rekstrarleyfa, frumkvæðiseftirlit með gæðum þjónustu, afgreiðsla kvartana yfir þjónustu, beiting viðurlaga við brotum á reglum og þróun gæðaviðmiða. Stofnunin tók við gæða- og eftirlitsverkefnum frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar og eftirlitsverkefnum frá Barnaverndarstofu.  

Hæfniskröfur

Félagsmálaráðuneytið leitar að drífandi  leiðtoga sem hefur áhuga á að byggja upp nýja stofnun. 

Leitað er að einstaklingi sem býr yfir:

 • Háskólagráðu sem nýtist í starfi.
 • Leiðtogafærni og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Þekkingu á stefnumótun og áætlanagerð.
 • Metnaði og vilja til að ná árangri.
 • Þekkingu og/eða reynslu af opinberri stjórnsýslu.
 • Góðri tungumálakunnáttu í ræðu og riti (íslensku og ensku, Norðurlandamál er kostur).
 • Þekking og/eða reynsla af stjórnun, rekstri og mannaforráðum er kostur.
 • Þekking og/eða reynsla af þeim málaflokkum sem lúta eftirliti stofnunarinnar er kostur.
 • Þekking og/eða reynsla af þróun gæðaviðmiða er kostur.
 • Þekking og/eða reynsla af eftirliti með opinberri þjónustu er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn. Engan má skipa oftar en tvisvar sinnum í embættið. Þriggja manna hæfnisnefnd skipuð af félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, metur hæfni umsækjenda og lætur ráðherra í té skriflega rökstudda umsögn um hæfni þeirra. 

Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar nk. Umsókninni skal fylgja starfsferilsskrá ásamt fylgigögnum um menntun og árangur í starfi og kynningarbréfi þar sem tilgreind er ástæða umsóknar. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 27.01.2022

Nánari upplýsingar veitir

Gissur Pétursson - [email protected] - 545-8100

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira