Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðiðHáskóli Íslands

Doktorsnemi í norrænum málvísindum við Hugvísindasvið

Doktorsnemi í norrænum málvísindum við Hugvísindasvið

Háskóli Íslands auglýsir eftir doktorsnema við Hugvísindasvið. Doktorsnámið felur í sér samtímalega rannsókn á atvikssetningum í íslensku og skyldum málum. Verkefnið er styrkt til tveggja ára af rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Æskilegt er að vinna við doktorsverkefnið hefjist á haustmisseri 2022. Leitað er að einstaklingi sem hefur mikinn áhuga á rannsóknaverkefninu og einbeittan ásetning um að ljúka doktorsnámi við Háskóla Íslands. 

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Rannsóknarverkefnið snýst um að setja fram heildstæða lýsingu og kerfisbundna greiningu á stöðu og innri formgerð atvikssetninga í norrænum málum, með áherslu á íslensku og færeysku. Atvikssetningar eru sundurleitari að gerð og flóknari viðureignar en aðrar tegundir aukasetninga og einnig minna rannsakaðar. Doktorsrannsókninni er ætlað að bæta við fyrri þekkingu á eðli setningafræðilegrar undirskipunar í tungumálum almennt og á að fela í sér markvert framlag á sviði setningafræðilegs samanburðar náskyldra mála. Doktorsneminn skal vera skráður í fullt nám við Háskóla Íslands á styrktímabilinu. Leiðbeinandi er dr. Ásgrímur Angantýsson, prófessor í íslensku nútímamáli.
 

Hæfniskröfur

Menntunar- og hæfniskröfur:
-       MA-próf í íslenskri málfræði (fyrsta einkunn). 
-       Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku.
-       Þekking á generatífri setningafræði.
 

Doktorsneminn innritast í doktorsnám í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Umsækjandinn sem verður fyrir valinu sækir í samráði við leiðbeinanda um inntöku í doktorsnám við Háskóla Íslands áður en formleg ákvörðun um ráðningu er tekin. Tekið er við umsóknum utan hefðbundins umsóknartímabils doktorsnáms og umsækjandanum verður leiðbeint í gegnum ferlið.
 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Með umsókn skulu fylgja:
-       Feril- og ritaskrá.
-       Lýsing upp á um 2000 orð sem sýnir fram á áhuga á rannsóknaverkefninu og hvernig umsækjandi ætlar að nálgast viðfangsefnið.
-       Námsferilsyfirlit og staðfestingar á prófgráðum (BA og MA).
-       Nöfn tveggja meðmælenda með upplýsingum um hvernig er hægt að ná í þá.

Öllum umsóknum verður svarað og allir umsækjendur verða látnir vita þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í allt að þrjá mánuði frá lokum umsóknarfrests. Miðað er við að umsækjandi hefji störf 1. september 2022.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. 

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands. 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 23.05.2022

Nánari upplýsingar veitir

Ásgrímur Angantýsson, Prófessor - [email protected] - 5255372

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira