Sumarstarf á Upplýsingatæknisviði
Sumarstarf á Upplýsingatæknisviði
Sjúkratryggingar leita að nýjum liðsfélaga á Upplýsingatæknisviði í sumar. Í boði er fjölbreytt starf í góðu vinnuumhverfi.
Upplýsingatæknisvið sér um rekstur tölvukerfa Sjúkratrygginga. Skemmtileg verkefni eru framundan þar sem áherslan er á að nýta nýjar tæknilausnir.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Úrvinnsla beiðna í þjónustubeiðnakerfi Upplýsingatæknisviðs
- Uppsetning á tölvubúnaði
- Uppsetning á hugbúnaði
- Aðstoð við notendur tölvukerfa
- Taka þátt í innleiðingu á Windows 11
Hæfniskröfur
- Framhaldsskólapróf eða sambærilegt nám
- Reynsla af þjónustustörfum kostur
- Reynsla af uppsetningu á tölvubúnaði kostur
- Þekking á Active Directory kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta
- Vönduð og áreiðanleg vinnubrögð
- Lipurð í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Sjúkratryggingar Íslands vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna. Boðið er upp á hlunnindi á borð við sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnu allt að 2 daga í viku og fulla styttingu vinnuvikunnar.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um störfin á heimasíðu Sjúkratrygginga: www.sjukra.is/starf.
Umsóknum þarf að fylgja starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar niðurstaða um ráðningu liggur fyrir. Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. Umsókn gildir í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 23.05.2022
Nánari upplýsingar veitir
Kristján Þorvaldsson, Sviðsstjóri - [email protected] - 5150000