Hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild - starfsþróunarár
Hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild - starfsþróunarár
Lausar eru til umsóknar tvær 80-100% stöður hjúkrunarfræðinga á Gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri en boðið verður upp á skipulagða starfsþróun fyrsta árið í starfi. Stöðurnar eru lausar frá 1. september nk. eða eftir samkomulagi. Unnið er á þrískiptum vöktum
Starfsþróunarárið er tilvalið tækifæri fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga sem vilja kynnast hjúkrun bráðveikra einstaklinga en ekki síður fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja breyta til í starfi og takast á við nýjar áskoranir í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi undir leiðsögn.
Starfsþróunaráætlunin nær yfir 9 mánaða tímabil. Markmiðið er að efla hæfni og þekkingu hjúkrunarfræðinga á hjúkrun bráðveikra og hjúkrun sjúklinga eftir svæfingar og deyfingar ásamt því að auka gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Tímabilið hefst á almennri kynningu á deildinni og helstu þáttum starfseminnar en síðan taka við fjórar, tveggja mánaða lotur þar sem hjúkrunarfræðingur fær svigrúm og stuðning frá leiðbeinenda við að afla sér þekkingar og rýna í verkferla til þess að stuðla að faglegri þróun.
Veittir verða les-/ verkefnadagar einu sinni í mánuði ásamt því að hjúkrunarfræðingi verði gefinn kostur á að aðlaga áætlunina að einhverju leiti að eigin áhugasviði.
|
Gjörgæsludeildin er 5 rúma gjörgæslu- og hágæsludeild. Deildinni tilheyra einnig vöknun með rými fyrir 8 sjúklinga og móttaka skurðstofu, auk blóðskilunareiningar sem er dagdeild og starfar að jafnaði 6 daga vikunnar.
Gjörgæslan tekur til meðferðar sjúklinga frá öllum deildum sjúkrahússins sem þarfnast stöðugs eftirlits lækna og hjúkrunarfræðinga og flókinnar meðferðar t.d. öndunarvélameðferðar, blóðskilunar og flókinna lyfjagjafa. Sjúklingar með lífshættulega sjúkdóma, svo sem líffærabilanir, alvarlegar sýkingar eða eitranir og sjúklingar sem lent hafa í alvarlegum slysum fá meðferð á deildinni. Auk þess fá sjúklingar sem gengist hafa undir stórar skurðaðgerðir meðferð í lengri eða skemmri tíma. Engar takmarkanir eru á aldri eða kyni þeirra sem leggjast inn á gjörgæslu.
Stöðurnar eru lausar frá 1. september n.k. en um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er á þrískiptum vöktum í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi.
Næsti yfirmaður er Brynja Dröfn Tryggvadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur gjörgæsludeildar.
Helstu verkefni og ábyrgð
Í starfinu felst ábyrgð á öllum almennum verkefnum hjúkrunarfræðinga samkvæmt lögum og reglugerðum. Einnig að unnið sé samkvæmt markmiðum hjúkrunar, deildarinnar og stofnunarinnar.
Hæfniskröfur
Umsækjandi skal hafa gilt íslenskt starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur. Lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika í samskiptum og samvinnu.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum.
Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI
Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi. Áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum stöðlum sem sjúkrahúsið er vottað eftir.
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 11.07.2022
Nánari upplýsingar veitir
Brynja Dröfn Tryggvadóttir
-
[email protected]
-
463-0100
Erla Björnsdóttir
-
[email protected]
-
463-0100