Lyflæknar - Sjúkradeild
Lyflæknar - Sjúkradeild
Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) óskar eftir að ráða til starfa tvo lyflækna á sjúkradeild. Fram undan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp. Um er að ræða framtíðarstörf og æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Helstu verkefni og ábyrgð
Störfin felast í almennum lyflæknisstörfum á sjúkradeild auk göngudeildarþjónustu. Lyflæknar munu einnig vera heimahjúkrun innan handar með ráðgjöf og önnur verkefni.
Hæfniskröfur
- Sérfræðileyfi á Íslandi í almennum lyflækningum
- Sérfræðileyfi í undirgrein er kostur
- Reynsla af sambærilegum störfum er mikill kostur
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð færni í mannlegum samskiptum
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi auk bakvakta.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússsvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í tveimur sveitarfélögum; Grindavík og Reykjanesbæ. Íbúafjöldi upptökusvæðisins, sem er Reykjanesið, er um 28.000 íbúar auk alþjóðaflugvallar.
Leiðarljós HSS í þjónustu og starfi er umhyggja, fagmennska og virðing.
Starfshlutfall er 50-100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.07.2022
Nánari upplýsingar veitir
Kristinn Logi Hallgrímsson
-
[email protected]
-
422-0500
Fjölnir Freyr Guðmundsson
-
[email protected]
-
422-0500