Hjúkrunarfræðingur í stöðu teymisstjóra í heimahjúkrun hjá HSN Akureyri
Hjúkrunarfræðingur í stöðu teymisstjóra í heimahjúkrun hjá HSN Akureyri
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Akureyri óskar eftir hjúkrunarfræðingi í stöðu teymisstjóra í heimahjúkrun. Um er að ræða dagvinnu.
Staðan veitist frá 1. september 2022.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkefnastjórnun í þverfaglegum teymum
- Ber ábyrgð á teymi og heldur utan um störf sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga innan teymis
- Fagleg samskipti við aðrar heilbrigðisstofnanir
- Vitjanir í heimahús
- Vinna með skjólstæðingum og aðstandendum þeirra
Hæfniskröfur
- Fullgilt hjúkrunarpróf og íslenskt starfsleyfi
- Góð færni í íslensku
- Bílpróf er skilyrði
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Kostur ef umsækjandi hefur reynslu í heimahjúkrun
- Leiðtogahæfni
- Reynsla af RAI-mælitækinu er kostur
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni og sveigjanleiki
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteini, íslenskt hjúkrunarleyfi og náms- og starfsferilsskrá. Öllum umsóknum verður svarað. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum ef einstaklingar uppfylla ekki framangreind skilyrði. Tóbaksnotkun og notkun á rafsígarettum er ekki heimil á vinnutíma innan HSN.
Gildi HSN eru: Fagmennska - Samvinna - Virðing.
Starfshlutfall er 90-100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.06.2022
Nánari upplýsingar veitir
Eva Björg Guðmundsdóttir, Deildarstjóri heimahjúkrunar á Akureyri - [email protected] - 517 6510