Hjúkrunarfræðingur óskast á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild
Hjúkrunarfræðingur óskast á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild
Vegna stækkunar á deild og aukinna verkefna viljum við ráða til starfa hjúkrunarfræðinga í okkar góða hóp á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild 13EG. Á deildinni vinnur frábær, skemmtilegur og samheldinn hópur starfsmanna í virkri teymisvinnu. Störfin eru laus frá 1. september 2022 eða eftir nánara samkomulagi. Vinnufyrirkomulag og starfshlutfall er samkomulag, möguleiki er á styttri vöktum (4-6 tíma).
Deildin þjónar einstaklingum sem glíma við sjúkdóma í efri og neðri hluta meltingarvegar og í þvagfærum. Bjóðum einstaklingsmiðaða aðlögun eftir þörfum hvers og eins með áherslu á fagmennsku og starfsþróun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð
- Skipuleggja og veita fræðslu til sjúklinga og aðstandenda
- Virkur þátttakandi í þróun og uppbyggingu deildarinnar
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
Hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Faglegur metnaður og frumkvæði
- Jákvætt viðhorf og góðir samskiptahæfileikar
- Áhugi á að starfa í krefjandi og skemmtilegu umhverfi
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun
Starfshlutfall er 50-100%
Umsóknarfrestur er til og með 08.07.2022
Nánari upplýsingar veitir
Níní Jónasdóttir - [email protected] - 620 1549