Staða uppfærslumanns í bassadeild
Staða uppfærslumanns í bassadeild
Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu uppfærslumanns í bassadeild.
Hæfnispróf fara fram 29. ágúst 2022 í Hörpu, Reykjavík.
Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða 100% starfshlutfall sem uppfærslumaður í bassadeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og fjármálaráðherra. Aðilar utan EES svæðis athugið að sækja þarf um atvinnuleyfi sem háð er samþykki FÍH (Félag íslenskra hljómlistarmanna) og Útlendingastofnunar.
Hæfniskröfur
Einleiksverk:
1) Dittersdorf: Concerto in D-Major (original E-Major) (edition.Schott). 1. movement, allegro moderato, with/cadenza (Gruber).
2) Bottesini: Concerto nr. 2 in a-minor (original b-minor) (York Edition). 1. movement, moderato (with cadenza). 2. movement, andante.
Hljómsveitarpartar verða aðgengilegir þátttakendum að minnsta kosti tveimur vikum fyrir hæfnispróf. Þátttakendur fá senda hljómsveitarparta með tölvupósti ásamt nánari upplýsingum um staðsetningu og tímasetningu.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa gert.
Metið verður hverjum verður boðin þátttaka og þeim sent boð skömmu eftir að umsóknarfrestur er liðinn svo fremi sem þeir hafi háskólamenntun í hljóðfæraleik. Umsóknarfrestur kann að verða framlengdur. Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsvæði Sinfóníuhljómsveitar Íslands www.sinfonia.is og hjá mannauðsstjóra ([email protected]) í síma 891 9141.
Umsóknarfrestur er til 11. júlí 2022. Umsóknir, ásamt ferilskrá og fylgiskjölum skulu berast til mannauðsstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands ([email protected]).
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 11.07.2022
Nánari upplýsingar veitir
Dagrún Hálfdánardóttir, mannauðsstjóri - [email protected] - 8919141