Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðiðLandspítali

Lífeindafræðingur eða náttúrufræðingur

Lífeindafræðingur eða náttúrufræðingur

Lífeindafræðingur, náttúrufræðingur eða einstaklingur með sambærilega menntun óskast til starfa á ónæmisfræðideild Landspítala. Á deildinni starfa um 30 manns við greiningar, rannsóknir, ráðgjöf og kennslu heilbrigðisstétta í ónæmisfræði. Góður starfsandi er ríkjandi og tækifæri til að vaxa í starfi. Meginhlutverk deildarinnar er að vera leiðandi hvað varðar rannsóknir, greiningu, meðferð og eftirlit ónæmis- og ofnæmissjúkdóma á Íslandi. Auk þess veitir deildin alhliða þjónusturannsóknir á sviði gigtar-, bólgu- og sjálfsofnæmissjúkdóma.

Við viljum ráða sjálfstæðan og skipulagðan einstakling með góða samskiptahæfni sem á auðvelt með að vinna í teymi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. september 2022.

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Vinna við þjónusturannsóknir á sjúklingasýnum
 • Sérhæfð verkefni, eftir atvikum, sem heyra undir starfsemi deildarinnar
 • Vinna við rannsóknastofukerfi deildarinnar (GLIMS)
 • Þátttaka í gæðastarfi deildarinnar
 • Þátttaka í kennslu- og vísindastarfi deildarinnar
 • Stuðla að góðri þjónustu
 • Þátttaka í bakvöktum

Hæfniskröfur

 • Íslenskt starfsleyfi
 • Hæfni og geta til að starfa í teymi
 • Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
 • Nákvæmni í vinnubrögðum, yfirsýn og skipulagsfærni
 • Góð samskiptahæfni og fagleg framkoma
 • Bóklegt og verklegt nám í ónæmisfræði er kostur
 • Íslenskukunnátta nauðsynleg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.08.2022

Nánari upplýsingar veitir

Anna Guðrún Viðarsdóttir - [email protected] - 543 5819

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira