Hoppa yfir valmynd
StjórnunarstörfVestfirðirHeilbrigðisstofnun Vestfjarða

Framkvæmdastjóri fjármála

Framkvæmdastjóri fjármála

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra fjármála. Við leitum að framsýnum einstaklingi með yfirgripsmikla fjármálareynslu sem býr yfir frumkvæði, umhyggju og umbótavilja. 
Í starfingu felst dagleg stjórnun fjármálasviðs með ábyrgð á fjármálum, reikningshaldi, launum, innkaupum, umsjón fasteigna og upplýsingatækni. Staðan tilheyrir framkvæmdastjórn og heyrir beint undir forstjóra. Aðrir starfsmenn fjármálsviðs eru sex. 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum. Miklar umbætur hafa átt sér stað á síðustu árum en fjölmörg tækifæri eru til að taka þær umbætur áfram og enn margt ógert
Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri sviðsins
 • Ábyrgð á mánaðaruppgjörum og gerð ársreiknings
 • Ábyrgð á gerð rekstraryfirlita, eftirfylgni og eftirlit með rekstri
 • Ábyrgð á tölfræðiúrvinnslu
 • Fjárhagsáætlana- og samningagerð
 • Fjárhagsleg samskipti við fjölbreytta hagsmunaaðila og stofnanir
 • Þátttaka í stjórnun innkaupa

Hæfniskröfur

 • Háskólanám sem nýtist í starfi s.s. viðskiptafræði og hagfræði, framhaldsnám æskilegt
 • Góð þekking á greiningartólum (Excel, viðskiptagreind)
 • Reynsla af fjármálastjórn, reikningshaldi, launavinnslu og/eða mannaforráðum
 • Þekking á Oracle-kerfi ríkisins (Orra) er kostur
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Góðir leiðtoga- og samskiptahæfileikar
 • Frumkvæði, áreiðanleiki og árangurs- og þjónustumiðað viðhorf
 • Hæfni í samningatækni og samningagerð

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.
Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim ásamt innsendum gögnum og umsögnum meðmælenda. 
Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu.
 

Hægt er að hafa starfsstöð á Ísafirði eða á Patreksfirði. Ísafjarðarbær- og Vestfirðir í heild- er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri.
Tækifærin til útivistar eru allt um kring, enginn tími fer í ferðalög til og frá vinnu. Börnin eru eins og blóm í eggi í leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttastarfi, menntaskóla og jafnvel lýðskóla eða háskóla.
 

Fullt af spennandi atvinnutækifærum fyrir maka og margvísleg starfsemi sem krefst háskólamenntunar á svæðinu, sjá til dæmis laus störf á vef Ísafjarðarbæjar. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu. 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.08.2022

Nánari upplýsingar veitir

Gylfi Ólafsson - [email protected] - 450 4500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira