Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaSuðurnesHeilbrigðisstofnun Suðurnesja

Iðjuþjálfi við geðheilsuteymi

Iðjuþjálfi við geðheilsuteymi

Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?

Við auglýsum eftir iðjuþjálfa við geðheilsuteymi HSS. Um er að ræða 100% framtíðarstarf.

Framundan er mikil stefnumótunarvinna við stofnun nýs þverfaglegs geðheilsuteymis. Geðheilsuteymi sinnir einstaklingum með alvarleg geðræn vandamál, sem þurfa á fjölþættri þjónustu að halda. Í geðheilsuteymi HSS starfar geðlæknir, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingar, félagsráðgjafar og íþróttafræðingur. Iðjuþjálfi kemur til með að vera málastjóri þjónustuþega og hefur því það hlutverk að halda utan um þjónustu við notanda, setja upp meðferðaráætlun og hafa yfirsýn með þörfum hans varðandi stuðning og miðlar því til annarra starfsmanna teymissins. Það kemur einnig í hlut iðjuþjálfa að vera ráðgefandi fyrir aðra heilbrigðisstarfsmenn stofnunarinnar hvað varðar endurhæfingu og hjálpartæki. 

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Málastjórnun og þverfaglegt samstarf
 • Skráning og skýrslugerð
 • Yfirsýn með þörfum þjónustuþega og tryggja samfellu í þjónustu
 • Ábyrgð á þeirri iðjuþjálfun sem hann veitir og mat á árangri meðferðar
 • Meta færni, veita færniþjálfun og ráðgjöf
 • Mat á getu til iðju, áhuga og aðstæðum þjónustuþega
 • Virk þátttaka í þverfaglegri þjónustu og meðferð einstaklinga og aðstandenda
 • Fræðsla og ráðgjöf til notenda og aðstandenda
 • Skipuleggja og veita þjónustu sem þörf er á hverju sinni
 • Ýmis verkefni sem starfsemi deildarinnar felur í sér

 

Hæfniskröfur

 • Leyfi frá landlækni til að starfa sem iðjuþjálfi
 • Reynsla af vinnu í þverfaglegu teymi er kostur
 • Hæfni og áhugi á teymis- og verkefnavinnu
 • Færni til að vinna sjálfstætt, skipuleggja og forgangsraða verkefnum
 • Hreint sakavottorð
 • Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í að byggja upp nýtt teymi sem sinnir samfélagsgeðþjónustu, þá er þetta spennandi tækifæri.  Unnið er eftir hugmyndafræði valdeflingar þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notanda. 

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. 

Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússsvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Íbúafjöldi upptökusvæðisins, sem er Reykjanesið, er um 28.000 íbúar auk alþjóðaflugvallar.

Leiðarljós HSS í þjónustu og starfi er umhyggja, fagmennska og virðing.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 22.08.2022

Nánari upplýsingar veitir

Inga Guðlaug Helgadóttir - [email protected] - 422-0500
Alma María Rögnvaldsdóttir - [email protected] - 422-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira