Hoppa yfir valmynd
Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðiðHáskóli Íslands

Nýdoktor í dýrabeinafræði

Nýdoktor í dýrabeinafræði

Háskóli Íslands, í samstarfi við Exeter Háskóla, auglýsir stöðu nýdoktors í dýrabeinafræði lausa til umsóknar. Um er að ræða fullt starf í tvö ár við rannsóknaverkefnið Samspil manns og náttúru: umsvif íslenskra Benediktsklaustra á miðöldum sem styrkt er af Rannsóknasjóði (Rannís). 

Helstu verkefni og ábyrgð

Samspil manns og náttúru: umsvif íslenskra Benediktsklaustra á miðöldum er þverfagleg rannsókn á tveimur Benediktínaklaustum á Íslandi, Kirkjubæjarklaustri og Þingeyraklaustri, með það meginmarkmið að varpa ljósi á sambúð þeirra við náttúrulegt umhverfi sitt. Helstu rannsóknarþemu verkefnisins beinast að 

 • hinni umfangsmiklu klæða- og bókaframleiðslu sem fór fram innan klaustranna og þeim auðlindunum sem hún krafðist
 • mataræði íbúa klaustranna og almenna landnýtingu þeirra
 • hlutverki landslagsins í daglegu lífi og við helgihald og bænir, til dæmis í tengslum við tímamælingar og vatnsnýtingu

Meðal viðfangsefna sem koma endurtekið fyrir í rannsókninni snúa að því hvernig klaustrin brugðust við harðærum, svo sem af völdum Svartadauða og Litlu ísaldarinnar, en einnig að því að skoða kynjaða þætti í rekstri þeirra og þær fjölbreyttu leiðir sem þau fóru til þess að samstilla sig náttúrunni en halda um leið hollustu sinni við hefðir og siði Benediktína. Við rannsóknina starfa sérfræðingar á sviði fornleifafræði, sagnfræði, bókmenntafræði, náttúruvísinda og umhverfisfræða. Vonir standa til að rannóknin muni auka við núverandi þekkingu á klaustrum í Norður-Evrópu, ekki síst á þeim áhrifum sem þau höfðu á félagslegt og náttúrulegt umhverfi sitt með margháttuðum umsvifum sínum. Ennfremur er rannsókninni ætlað að vera innlegg í umræðu samtímans um sambúð manna og náttúru.

Hæfniskröfur

Menntun og aðrar kröfur

 • Doktorspróf í dýrabeinafræði
 • Reynsla af greiningu dýrabeina úr fornleifafræðilegu samhengi
 • Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Góð enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli
 • Sjálfstæð vinnubrögð

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Nýdoktorastaðan er ætluð fræðimanni á sviði fornleifafræðilegrar dýrabeinafræði og miðar að því að rannsaka mataræði og búfjárhald í Þingeyraklaustri og Kirkjubæjarklaustri á miðöldum. Nýdoktorinn þarf að taka þátt í uppgrefti sem fyrirhugaður er innan ramma verkefnisins á báðum þessum klausturstöðum, sumrin 2023 og 2024, til að afla gagna. Vinnan felur einnig í sér greiningu á dýrabeinum sem þegar hefur verið safnað við fyrri uppgrefti á þessum sömu stöðum. Gert er ráð fyrir að nýdoktorinn hafi að öðru leyti skrifstofuaðstöðu við Exeter háskóla en einnig í Nýja Garði, Háskóla Íslands, ásamt öðru starfsfólki rannsóknarinnar.

Umsóknin þarf að innhalda

 • Ferlisskrá
 • Skriflega lýsingu (ca. 2000 orð) á því hvers vegna umsækjandi hefur áhuga á stöðunni og hvernig hann hyggst nálgast verkefni sitt innan ramma rannsóknarinnar
 • Lista yfir fyrri menntun (MA and PhD), ásamt prófskírteinum.
 • Meðmæli frá tveimur aðilum, kennurum eða samstarfsfólki, auk upplýsinga um netföng þeirra

Öllum umsóknum verður svarað og allir umsækjendur verða látnir vita þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í allt að 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Gert er ráð fyrir því að nýdoktorinn taki til starfa 1. janúar 2023 (eða eftir samkomulagi). 

Við ráðningu í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans. Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Frekari upplýsingar um starfið veita  
Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði og stjórnandi verkefnisins: [email protected]  símanúmer: 5255280 og Alan Outram prófessor í dýrabeinafræði við Exeter háskóla: [email protected]

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 17.10.2022

Nánari upplýsingar veitir

Steinunn J Kristjánsdóttir, Prófessor - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira