Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðiðLandspítali

Sérnámsstöður lækna á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri - Samræmt ráðningarferli fyrir stöður í febrúar 2023

Sérnámsstöður lækna á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri - Samræmt ráðningarferli fyrir stöður í febrúar 2023

Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður lækna innan þeirra greina lækninga þar sem viðurkennt sérnám fer fram á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi.

Sérnám í læknisfræði á Íslandi hefur þróast hratt á undanförnum árum. Nú er veitt sérnám í flestum grunngreinum lækninga á Íslandi í samræmi við alþjóðleg gæðaviðmið. Sérnám lækna hefur mikilvæga þýðingu fyrir framþróun lækninga, gæði og öryggi þjónustu við sjúklinga, starfsumhverfi og löðun heilbrigðisstarfsfólks framtíðarinnar, ásamt því að gefa raunverulegt tækifæri til að skipuleggja mönnun og hlutverk læknastéttar framtíðar. 

Tímalengd ráðninga er í samræmi við lengd vottaðs sérnáms viðkomandi greinar, 2-6 ár. Stöður eru veittar frá 28. febrúar 2023 og hefst á sameiginlegum móttökudegi fyrir alla nýja sérnámslækna. 

Sérnám fer að mestu leyti fram á Landspítala en einnig á Sjúkrahúsinu á Akureyri í flestum greinum. Ef samvinna hefur verið staðfest milli LSH og SAk um sérnám í viðkomandi sérgrein er gert ráð fyrir að sérnámslæknar vinni á báðum stöðum nema sérstakar aðstæður leyfi það ekki. Það sérnám sem hér er auglýst eru einu sérnámsleiðir viðkomandi greina á Íslandi sem samþykktar hafa verið af mats- og hæfnisnefnd í samræmi við reglugerð 467/2015. Annað viðurkennt sérnám er hvorki í boði á Landspítala né á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Sérnám samræmist viðurkenndri marklýsingu viðkomandi greinar, ásamt því að fylgja fjölþættu og tæmandi mats- og handleiðslukerfi. Bæði klínískir- og sérnámshandleiðarar hafa hlotið viðeigandi þjálfun. Fullt sérnám er í boði í almennum lyflækningum, geðlækningum, barna- og unglingageðlækningum, öldrunarlækningum og bráðalækningum. Annars er um hlutasérnám að ræða sem hentar vel áður en haldið er í frekara sérnám erlendis. Sérnám í rannsóknarlækningum og taugalækningum er í þróun. Samþykktarferli þeirra verður annað hvort lokið eða hafið við upphaf starfa. Stöður í boði innan þessara greina eru því auglýstar sem sérnám með þeim fyrirvara.

Doktorsnám er nú mögulegt samhliða klínísku sérnámi. Ef fyrir liggur samþykkt rannsóknaráætlun fyrir doktorsnám getur umsækjandi sótt um slíka stöðu. Að jafnaði væri þá um 50% ráðningu við Landspítala að ræða eða eftir samkomulagi og klínískt sérnám lengt sem því nemur og í samræmi við reglugerð 467/2015. Taka skal óskir um slíkt sérstaklega fram í athugasemdum við umsókn.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Vinna og nám á bráðadeild, dag- og göngudeildum, skurðstofum og legudeildum ásamt vaktþjónustu undir handleiðslu sérfræðilækna
 • Þátttaka í ráðgjafaþjónustu undir handleiðslu sérfræðilækna
 • Kennsla lækna í sérnámsgrunni, læknanema og annarra fagstétta heilbrigðisstarfsmanna
 • Þátttaka í gæða- og vísindavinnu
 • Sérnámslæknir ber sjálfur ábyrgð á fullri þátttöku í öllum þáttum sérnáms og skrásetningu þess í samræmi við viðkomandi marklýsingu og skráningarkerfi viðkomandi greinar
 • Framgangur milli námsára er ákvarðaður með árlegu framvindumati og byggir á ofangreindum upplýsingum
 • Þátttaka í fræðslu og hermikennslu

Hæfniskröfur

 • Hafa lokið sérnámsgrunni eða sambærilegu starfsnámi við upphaf sérnáms 27. júní 2022
 • Íslenskt lækningaleyfi eða uppfylla skilyrði til þess
 • Áhugi á að starfa við viðkomandi sérgrein
 • Lágmarkskunnátta í íslensku, nema samkomulag sé um annað
 • Fyrri starfsreynsla, reynsla af vísinda-, umbóta- og gæðastörfum æskileg
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
 • Áreiðanleiki, stundvísi og árangursmiðað viðhorf

 

SJÁ HÉR NÁNARI UPPLÝSINGAR UM SÉRNÁM LÆKNA Á LANDSPÍTALA

SJÁ HÉR ÞAU STÖRF SEM Í BOÐI ERU

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
» Fyrri störf, menntun og hæfni
» Félagsstörf
» Umsagnaraðila 

Nauðsynleg fylgiskjöl:
» Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum.
» Tilgreind reynsla af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum ásamt yfirliti yfir birtar vísindagreinar (eða í ritrýni) sem umsækjandi er höfundur að.
» Kynningarbréf með persónulegum markmiðum umsækjenda varðandi starfið auk rökstuðnings fyrir hæfni.
» Staðfestingu um áætluð lok sérnámsgrunns ef því er ekki nú þegar lokið.

Athugið að ef umsækjandi ætlar að sækja um í fleiri en eina sérgrein ber að senda kynningarbréf fyrir hverja og eina sérgrein og meðhöndla hverja grein sem aðskilda umsókn.

Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum eftir því sem við á. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Sjúkrahúsið á Akureyri veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Sjúkrahúsið er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem leggur metnað sinn í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Sjúkrahúsið á Akureyri leggur áherslu á samvinnu við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni, tekur þátt í uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á landsvísu og er miðstöð læknisfræðilegrar þjónustu sjúkraflugs í landinu. 

Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sérnámslæknir, læknir með lækningaleyfi

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 30.09.2022

Nánari upplýsingar veitir

Gunnar Thorarensen - [email protected] - 8246028

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira