Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðiðLandspítali

Jafningi - nýtt starf á geðsviði

Jafningi - nýtt starf á geðsviði

Geðþjónusta Landspítala auglýsir laust til umsóknar spennandi og þroskandi hlutastarf fyrir áhugasama. Um er að ræða nýja stöðu innan spítalans sem ber heitið jafningi (peer supporter). Vinnutími er sveigjanlegur eftir verkefnum hverju sinni. Upphafsdagur starfs er samkomulag.

Við leitum eftir jákvæðum og ábyrgum einstaklingi með góða samskiptahæfni. Viðkomandi þarf að hafa persónulega reynslu af andlegum áskorunum og geðheilbrigðisþjónustu, sem hann er tilbúinn að deila í sínu starfi og ígrunda með þjónustuþegum og öðrum jafningjum.

Starfsþjálfun fer fram með öðrum jafningja og til stuðnings er ætlast til þess að jafningjar séu í reglulegum samskiptum sín á milli og taki þátt í notendaráði geðsviðs að einhverju marki. Einnig verður jafningjum boðið að fara á námskeið í peer support í byrjun næsta árs. Nýtt starfsfólk fær tækifæri til að hafa áhrif á hvernig, hvar og hvenær starfið er unnið. Hér eru mikil tækifæri til þess að taka þátt í að þróa starfið enn frekar innan geðþjónustunnar og í víðara samhengi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Vinna með fólki sem er í þjónustu á geðsviði Landspítala
 • Veita jafningjastuðning og stuðla að valdeflingu
 • Auka og þróa aðkomu jafningja í starfseminni
 • Virk þátttaka í þverfaglegu samstarfi
 • Ýmis fjölbreytt og mikilvæg verkefni sem koma að starfi jafningja á deildum
 • Þátttaka í skipulagðri starfsemi deildarinnar svo sem hópa

 

Hæfniskröfur

 • Reynsla sem notandi geðheilbrigðisþjónustu er skilyrði
 • Þekking á batastefnu/valdeflingu er kostur
 • Reynsla af andlegum áskorunum og vilji til að miðla þeim í starfi sem jafningi
 • Áhugi á geðheilbrigðismálum
 • Góð samstarfshæfni, skapandi hugsun og frumkvæði í starfi
 • Áreiðanleiki og reglusemi
 • Íslenskukunnátta skilyrði, önnur tungumálakunnátta er kostur
 • Góð almenn tölvukunnátta og færni í mæltu og rituðu máli

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum Starfatorg. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. 

Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, ráðgjafi, stuðningsfulltrúi, almenn störf

Starfshlutfall er 20-50%

Umsóknarfrestur er til og með 30.11.2022

Nánari upplýsingar veitir

Sandra Sif Gunnarsdóttir - [email protected] - 825 5846
Úlla Björnsdóttir - [email protected] - 824-8160

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira