Hoppa yfir valmynd
SkrifstofustörfHöfuðborgarsvæðiðHáskóli Íslands

Verkefnastjóri á fjármálasviði

Verkefnastjóri á fjármálasviði

Háskóli Íslands auglýsir laust fullt starf verkefnisstjóra á fjármálasviði Háskóla Íslands.  

Fjármálasvið er eitt af sex þjónustu- og stoðsviðum sameiginlegrar stjórnsýslu Háskóla Íslands.  Hlutverk fjármálasviðs er að halda utan um fjárreiður, fjárhagsáætlanir, innkaup og ferðaheimildir.  Fjármálasvið starfar í náinni samvinnu við fræðasvið og stofnanir háskólans. Fjármálasvið er staðsett í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Verkefni fjármálasviðs taka mið af stefnu Háskóla Íslands HÍ26 þar sem m.a. er lögð áhersla á notendamiðaða þjónustu. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Meginþættir starfsins felast í umsjón með fjárhagsupplýsingakerfum fjármálasviðs. Starfið felur einnig í sér greiningarvinnu og þátttöku í teymisvinnu á fjármálasviði. Starfið er í mótun en áhersla er lögð á sjálfvirknivæðingu og pappírslaust umhverfi.  Helstu verkefni starfsins verða meðal annars: 

 • Umsjón með aðgangsstýringum að upplýsingakerfum tengdum fjárhagshluta Oracle bókhaldskerfi ríkisins
 • Stofnun og lokun bókunarviðfanga ásamt umsjón með viðfangatré í fjárhag
 • Eftirlit og eftirfylgni með bókunarviðföngum í samræmi við verklagsreglur
 • Umsjón með áskriftum og miðlun á fjárhagsskýrslum
 • Þróun á fjárhagsskýrslum í samstarfi við aðra
 • Greiningarvinna tengd reikningshaldi og afstemmingar
 • Þátttaka í teymisvinnu og umbótaverkefnum á fjármálasviði
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi (t.d. á sviði viðskiptafræði, upplýsingatækni eða önnur sambærileg próf sem nýtist í starfi).
 • Góð þekking og reynsla  á sviði bókhalds og reikningsskila.
 • Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði.
 • Nákvæmni í vinnubrögðum.
 • Góð færni í greiningarvinnu í Excel og afstemmingum.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í störfum.
 • Þjónustulund, sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Þekking á Oracle bókhaldskerfi ríkisins er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Umsókn fylgi ferliskrá, upplýsingar um nám og fyrri störf, staðfest afrit af prófskírteinum ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn umsækjanda á starfið.  

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.  

Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands. 

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 01.12.2022

Nánari upplýsingar veitir

Jenný Bára Jensdóttir, Sviðsstjóri fjármálasviðs - [email protected] - 525 4094

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira