Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaVesturlandHeilbrigðisstofnun Vesturlands

Svæfingalæknir

Svæfingalæknir

Hér með er auglýst staða sérfræðings í svæfingum og deyfingum við skurð og svæðingardeild sjúkrahúss HVE, Akranesi. Um er að ræða 100% stöðu en möguleiki er á lægra starfshlutfalli eftir samkomulagi. Staðan er laus frá 1 janúar 2023. 

Verið er að efla starfsemi á skurðstofum á Akranesi og auka starfsemina. Opnuð hefur verið þriðja skurðstofan til að fjölga liðskiptaaðgerðum. Sjúkrahúsið á Akranesi er deildaskipt með handlækningadeild, fæðinga- og kvensjúkdómadeild og lyflækningadeild. Fjölbreytt og öflug starfsemi er á skurðstofum með vaktþjónustu allan sólarhringinn. Svæfingalæknar skipta með sér bakvöktum/gæsluvöktum.    

Helstu verkefni og ábyrgð

Sinnir samskiptum við sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólk og aðstandendur auk kennslu lækna í starfsnámi.

Hæfniskröfur

  • Sérfræðiviðurkenning í svæfingum og deyfingum.
  • Starfsleyfi Embættis landlæknis er skilyrði.
  • Lögð er áhersla á faglegan metnað, jákvæðni, lipurð og áreiðanleika í samskiptum.

Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum frá einstaklingum sem ekki teljast uppfylla framangreind skilyrði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Sækja skal um á hve.is eða starfatorg.is. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um læknismenntun, læknisstörf og vísinda- og rannsóknarstörf ásamt staðfestu afriti af opinberu starfsleyfi. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast til Björns Gunnarssonar, yfirlæknis. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Kynningu má nálgast á: https://www.hve.is/frettir/lidskiptasetur-hve-leitar-af-starfsfolki/

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.12.2022

Nánari upplýsingar veitir

Björn Gunnarsson, Yfirlæknir - [email protected] - 432-1170

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira