Sumarafleysingar Læknar/læknanemar - Viltu vera á skrá?
Sumarafleysingar Læknar/læknanemar - Viltu vera á skrá?
Ekki er verið að auglýsa ákveðið starf en læknum og læknanemum gefst hér kostur á að senda inn umsókn fyrir sumarið 2023.
Umsækjendum verður ekki svarað sérstaklega en haft verður samband við umsækjendur eftir því sem tilefni er til. - ef einhverjar spurningar endilega sendið tölvupóst á Kristjönu Kristjánsdóttur mannauðráðgjafa á netfangið [email protected]
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkefni og ábyrgð í starfi eru í samræmi við það hversu langt umsækjandi er kominn í námi
- Aðstoðar við sjúkdómsgreiningu, meðferð og eftirfylgd sjúklinga, undir stjórn sérfræðilækna og á ábyrgð forstöðulæknis viðkomandi deildar
Hæfniskröfur
- Hafa lokið a.m.k 4 árum í læknisfræði
- Hæfni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu samstarfi
- Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is
Með umsóknum skal fylgja staðfesting á um hversu mörgum ECTS einingum er lokið þegar störf hefjast og starfsferilskrá með ýtarlegum upplýsingar þar sem nám og fyrri starfsreynsla er tilgreind.
Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður.
Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI. Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi. Áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.
Starfshlutfall er 50-100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.02.2023
Nánari upplýsingar veitir
Laufey Hrólfsdóttir
-
[email protected]
-
4630100
Hugrún Hjörleifsdóttir
-
[email protected]
-
4630100