Sumarafleysing símavakt - Móttökuritari
Sumarafleysing símavakt - Móttökuritari
Laust er til umsóknar afleysing í starf móttökuritara á símavakt Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða 87% stöðu.
Næsti yfirmaður er Rannveig Jóhannsdóttir, forstöðumaður skrifstofu fjármála.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Símsvörun
- Móttaka sérfræðinga og reikningagerð
- Móttaka og flokkun á pósti
- Önnur verkefni
Hæfniskröfur
- Góð enskukunnátta nauðsynleg
- Góð tölvukunnátta
- Sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð þjónustulund
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kjölur hafa gert.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum. Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI. Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi. Áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.
Starfshlutfall er 87%
Umsóknarfrestur er til og með 31.01.2023
Nánari upplýsingar veitir
Rannveig Jóhannsdóttir
-
[email protected]
-
463-0100
Erla Björnsdóttir
-
[email protected]
-
463-0100