Forstöðulæknir myndgreiningalækninga
Forstöðulæknir myndgreiningalækninga
Laus er til umsóknar staða forstöðulæknis í myndgreiningalækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri. Sjúkrahúsið er sérgreina- og kennslusjúkrahús og Akureyri er miðstöð fastvængja sjúkraflugs á Íslandi. Myndgreiningadeildin veitir fjölþætta þjónustu og tekur þjónustusvæðið til norður- og austurlands. Deildin er mjög vel tækjum búin. Auk almennra röntgentækja eru á deildinni tölvusneiðmyndatæki (CT) og segulómtæki (MR) auk þess sem gerðar eru brjóstamyndatökur (hópskoðanir), beinþéttnimælingar og ómskoðanir á deildinni.
Næsti yfirmaður er Hulda S. Ringsted, framkvæmdastjóri bráða- og þróunarsviðs.
Staðan veitist frá 1. apríl 2023 eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Forstöðulæknir veitir myndgreiningalækningum faglega forstöðu
- Forstöðulæknir ber rekstrarlega ábyrgð og starfsamannaábyrgð
- Forstöðulæknir ber ábyrgð á kennsluhlutverki og tekur þátt í klínísku starfi
- Vaktaskylda fylgir starfinu
Hæfniskröfur
Umsækjendur skulu hafa íslenskt lækningaleyfi og fullgild réttindi í myndgreiningalækningum. Auk faglegrar reynslu, fræðilegrar þekkingar og reynslu af stjórnun og kennslu er lögð áhersla á leiðtogahæfileika og hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða.
Við ráðningu verður einnig horft til hæfni í tjáningu í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is Umsóknum skulu fylgja ítarlega upplýsingar um nám og starfsferil ásamt með upplýsingum um fræðilegar rannsóknir, rit- og kennslustörf og staðfest afrit af fylgigögnum.
Stöðunefnd lækna, sbr. 36. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, metur faglega hæfni umsækjenda er byggist á innsendum gögnum, sjá nánar upplýsingar á vef Embættis landlæknis Stöðunefndir (landlaeknir.is). Einnig þarf að fylla út umsókn um læknisstöðu/stöðu framkvæmdastjóra lækninga sem nálgast má hér Umsókn um læknisstöðu/stöðu framkvæmdastjóra lækninga
Ákvörðun um ráðningu mun byggjast á ráðningarviðtölum, innsendum gögnum, umsagnaraðilum og umsögn stöðunefndar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: Öryggi samvinna framsækni. Við ráðningar í störf við SAk er tekið er mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins sem er reyklaus vinnustaður.
Sjúkrahúsið veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi. Áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum stöðlum sem sjúkrahúsið er vottað eftir.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.02.2023
Nánari upplýsingar veitir
Áskell Löve
-
[email protected]
-
463-0100
Hulda Sigríður Ringsted
-
[email protected]
-
463-0100