Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaNorðurlandSjúkrahúsið á Akureyri

Sérfræðingur í myndgreiningalækningum

Sérfræðingur í myndgreiningalækningum

Laus er til umsóknar staða sérfræðings í myndgreiningalækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri.

Sjúkrahúsið er sérgreina- og kennslusjúkrahús og Akureyri er miðstöð fastvængja sjúkraflugs á Íslandi. Myndgreiningadeildin veitir fjölþætta þjónustu og nær þjónustusvæðið til norður- og austurlands. Deildin er mjög vel tækjum búin. Auk almennra röntgentækja eru á deildinni tölvusneiðmyndatæki (CT) og segulómtæki (MR) auk þess sem gerðar eru brjóstmyndatökur (hópskoðanir), beinþéttnimælingar og ómskoðanir.

Um er að ræða 100% starfshlutfall. 

Staðan er laus frá 1. apríl n.k eða eftir samkomulagi.

Næsti yfirmaður er forstöðulæknir myndgreiningalækninga. 

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Um er að ræða klíníska stöðu sem fylgir vaktaskylda og þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta.

 

Hæfniskröfur

  • Umsækjendur skulu hafa gilt lækningaleyfi og fullgild sérfræðiréttindi í myndgreiningalækningum. Kostur að leyfin séu íslensk.
  • Krafa er um breiða almenna færni í myndgreiningu. Kostur er ef umsækjandi hefur færni í túlkun segulómrannsókna og/eða reynslu af einföldum inngripum.
  • Við ráðninguna verður einnig horft til hæfni í tjáningu í ræðu og riti, íslensku og ensku, auk hæfileika á sviði samskipta, samvinnu, kennslu og sjálfstæðra vinnubragða.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is/atvinna eða í gegnum Starfatorg. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt upplýsingum um vísinda- og kennslustörf og staðfest afrit af fylgigögnum. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI. Við ráðningar í störf við SAk er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins.

Sjúkrahúsið veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi. Áhersla er á virka þátttöku starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum stöðlum sem sjúkrahúsið er vottað eftir.

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 01.02.2023

Nánari upplýsingar veitir

Áskell Löve - [email protected] - 4630100
Erla Björnsdóttir - [email protected] - 4630100

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira