Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðiðLandspítali

Finnst þér gaman að þjónusta og vera á hreyfingu?

Finnst þér gaman að þjónusta og vera á hreyfingu?

Rekstrarþjónusta auglýsir eftir öflugu starfsfólki í nýtt teymi innan deildarþjónustu. Deildarþjónusta sinnir ýmis konar stoðþjónustu inn á mismunandi deildum spítalans. Störfin eru fjölbreytt og hugsuð til að veita aðstoð og leysa af eftir þörfum inn á deildum. Til dæmis í býtibúri, ritaraþjónustu, frágangi sýna, ýmsar áfyllingar o.fl. ótilgreind verkefni. Starfsstöð er ýmist við Hringbraut eða í Fossvogi.

Hjá Rekstrarþjónustu starfa um 120 manns við fjölbreytta og mikilvæga þjónustu á deildum við sjúklinga og gesti spítalans. Starfsmenn rekstrarþjónustu starfa eftir þjónustustefnu þar sem markmiðið er að vera til fyrirmyndar í þjónustu. Við bjóðum lífleg störf hjá traustum vinnuveitanda, góðan starfsanda, gott mötuneyti og 36 stunda vinnuviku.

Við viljum starfsfólk sem er samviskusamt, nákvæmt, jákvætt og sveigjanlegt sem hefur gaman af því að hreyfa sig og aðstoða í vinnunni. Um er að ræða dagvinnu þar sem vinnutíminn er frá kl. 8-16/10-18 alla virka daga. Hægt er að óska eftir hlutastarfi og fullu starfi með því að skrifa í dálkinn "Annað" í umsóknarferlinu. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Við hvetjum öll kyn til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Aðstoð inn á deildum með hin ýmsu verkefni
  • Ýmsar afleysingar innan deilda
  • Flutningur á sjúklingum milli deilda
  • Flutningur á sýnum, pósti, hraðsendingum, blóðeiningum o.fl.
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Mikil þjónustulund
  • Samviskusemi í störfum og mætingu
  • Jákvætt hugarfar
  • Góð íslenskukunnátta æskileg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá auk kynningarbréfs. Allar umsóknir þurfa að fara í gegnum ráðningarkerfi ríkisins.  Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á faglegu og stöðluðu matsferli. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, almenn störf, þjónustustörf, þrif, aðstoðarmanneskja, starfsmaður í býtibúr

Starfshlutfall er 20-100%

Umsóknarfrestur er til og með 31.01.2023

Nánari upplýsingar veitir

Hrafnhildur Jónsdóttir - [email protected]
Arnar Laufdal Ólafsson - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira