Sjúkraliðar/nemar í sumarafleysingar í heimahjúkrun á Akureyri
Sjúkraliðar/nemar í sumarafleysingar í heimahjúkrun á Akureyri
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Akureyri óskar eftir sjúkraliðum/nemum í sumarafleysingar í heimahjúkrun. Ráðningartímabil er frá 15. maí til 15. september 2023 eða samkv. samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vitjanir í heimahús.
- Vinna með skjólstæðingum og aðstandendum þeirra.
- Vinna í teymum sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga.
Hæfniskröfur
- Fullgilt sjúkraliðapróf eða staðfesting á námi fyrir nema
- Bílpróf er skilyrði
- Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af starfi í heimahjúkrun
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni og sveigjanleiki
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum ef einstaklingar uppfylla ekki framangreind skilyrði. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum og starfsleyfi ef við á.
Tóbaksnotkun og notkun á rafsígarettum er ekki heimil á vinnutíma innan HSN.
Gildi HSN eru: Fagmennska - samvinna - virðing.
Starfshlutfall er 60-100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.02.2023
Nánari upplýsingar veitir
Eva Björg Guðmundsdóttir, Deildarstjóri - [email protected] - 517 6510